Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó.
Vinnanlegt magn olíu er sagt vera um 140 til 270 milljónir tunna, að því er segir á viðskiptafréttasíðunni DN.no í morgun.
Forstjóri Statoil, Helge Lund, segir að þessi staða muni styrkja fyrirtækið til framtíðar litið.
Sjá má frétt DN.no hér.
Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu
