Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Wow air og Iceland Express neita báðir að félögin hafi haft samráð þegar annað félagið ákvað að fljúga ekki til Danmerkur í vetur meðan hitt hættir að fljúga til Berlínar. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir að verðstríðið sem verið hefur að undanförnu milli félaganna sé skýrasta dæmið um að þar á bæ sé ekkert samráð í gangi.
Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu í gær munu flugfélögin fækka áfangastöðum sínum í vetur. Bæði félögin tilkynntu nýlega um breyttar áætlanir og þá kom í ljós að þau draga sig í hlé sitt á hvorri vígstöðinni. Breytt áætlun mun í báðum tilvikum taka gildi í september.
Svanhvít segir að alltaf hafi legið fyrir að ekki yrði næg eftirspurn eftir flugi til að halda uppi ferðum til allra áfangastaða. Til að renna nokkurs konar stoðum undir þá fullyrðingu að ekki hafi verið haft samráð í fluginu bendir Svanhvít á verðstríð milli félaganna. „Það hefur verið hægt að fljúga að undanförnu fyrir svipaðan pening og tíðkaðist árið 2004," segir hún.
Segja ekkert samráð hjá flugfélögunum tveimur
BBI skrifar

Mest lesið

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent


Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent