Sölsuðu undir sig stóran hlut í Hamleys á undirverði Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2012 18:49 Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum. Þegar Kaupþing í Lúxemborg fór í þrot var bankanum skipt upp í tvo hluta. Annars vegar Kaupþing Lúxemborg sem varð Banque Havilland og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Englendingurinn David Rowland og fjölskylda hans eru stærstu hluthafarnir í Banque Havilland, en þau keyptu bankann eftir hrun. Til útskýringar má segja að þetta er svipað og gerðist með Kaupþing hér heima. Bankinn var rekinn áfram með innlendri starfsemi sem Arion banki á meðan slitastjórn Kaupþings sá um að reka þrotabúið og hámarka verðmæti þess fyrir kröfuhafa. Bankamenn tala um „good bank" og „bad bank" í þessu samhengi og Pillar, sem er í eigu kröfuhafa Kaupþings Lúxemborg, er auðvitað bara dvergur í samanburði við hið risavaxna þrotabú Kaupþings á Íslandi. Vandamálið er að inni í Pillar Securitisation voru ekki bara vondar eignir. Þar var t.d 32 prósenta hlutur í bresku leikfangakeðjunni Hamleyss sem er ein sú þekktasta sinnar tegundar í heimi. Verðmætustu eignir Pillar í heild sinni og þar með hlutabréfin í Hamleys hafa nú verið seld Blackfish Capital, sem er í eigu Rowland-fjölskyldunnar. Þeirri sömu og er stærsti hluthafinn í Banque Havilland og munu hlutabréfin hafa verið keypt á algjöru undirverði. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að hlutabréfin í Hamleys hafi verið verðlögð á 750 þúsund pund í þessum viðskiptum, jafnvirði um 150 milljóna króna, en þau eru að minnsta kosti 20 sinnum verðmætari, þar sem Hamleys hefur verið verðlagt á 12 milljarða króna. Þeir sem eru hlunnfarnir í þessum samningi eru gamlir kröfuhafar Kaupþings í Lúxemborg. Það sem gerir þetta sérstakt er þeir sem sjá um að hámarka verðmætin í Pillar, er einmitt Banque Havilland, en bankinn er svokallaður „administrator". Rowland-fjölskyldan virðist því hafa setið beggja vegna borðs í þessum viðskiptum. Milljarðamæringurinn David Rowland er meðal ríkustu manna Bretlands og stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Til stóð að hann tæki við stöðu fjármálastjóra flokksins í fyrra, en af því varð þó ekki. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Engar upplýsingar fengust hjá Blackfish Capital í dag og var vísað á Banque Havilland. Starfsmenn Banque Havilland sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum. Þegar Kaupþing í Lúxemborg fór í þrot var bankanum skipt upp í tvo hluta. Annars vegar Kaupþing Lúxemborg sem varð Banque Havilland og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Englendingurinn David Rowland og fjölskylda hans eru stærstu hluthafarnir í Banque Havilland, en þau keyptu bankann eftir hrun. Til útskýringar má segja að þetta er svipað og gerðist með Kaupþing hér heima. Bankinn var rekinn áfram með innlendri starfsemi sem Arion banki á meðan slitastjórn Kaupþings sá um að reka þrotabúið og hámarka verðmæti þess fyrir kröfuhafa. Bankamenn tala um „good bank" og „bad bank" í þessu samhengi og Pillar, sem er í eigu kröfuhafa Kaupþings Lúxemborg, er auðvitað bara dvergur í samanburði við hið risavaxna þrotabú Kaupþings á Íslandi. Vandamálið er að inni í Pillar Securitisation voru ekki bara vondar eignir. Þar var t.d 32 prósenta hlutur í bresku leikfangakeðjunni Hamleyss sem er ein sú þekktasta sinnar tegundar í heimi. Verðmætustu eignir Pillar í heild sinni og þar með hlutabréfin í Hamleys hafa nú verið seld Blackfish Capital, sem er í eigu Rowland-fjölskyldunnar. Þeirri sömu og er stærsti hluthafinn í Banque Havilland og munu hlutabréfin hafa verið keypt á algjöru undirverði. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að hlutabréfin í Hamleys hafi verið verðlögð á 750 þúsund pund í þessum viðskiptum, jafnvirði um 150 milljóna króna, en þau eru að minnsta kosti 20 sinnum verðmætari, þar sem Hamleys hefur verið verðlagt á 12 milljarða króna. Þeir sem eru hlunnfarnir í þessum samningi eru gamlir kröfuhafar Kaupþings í Lúxemborg. Það sem gerir þetta sérstakt er þeir sem sjá um að hámarka verðmætin í Pillar, er einmitt Banque Havilland, en bankinn er svokallaður „administrator". Rowland-fjölskyldan virðist því hafa setið beggja vegna borðs í þessum viðskiptum. Milljarðamæringurinn David Rowland er meðal ríkustu manna Bretlands og stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Til stóð að hann tæki við stöðu fjármálastjóra flokksins í fyrra, en af því varð þó ekki. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Engar upplýsingar fengust hjá Blackfish Capital í dag og var vísað á Banque Havilland. Starfsmenn Banque Havilland sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira