Duch: Slæmt að álitið á fjármálaþekkingu hafa fallið Magnús Halldórsson skrifar 15. ágúst 2012 13:15 Emiliano Duch hefur starfað fyrir Alþjóðabankann, og sinnt ráðgjafastörfum fyrir ríkisstjórnar víða um heim, einkum þegar kemur að samkeppnishæfni. Hann er með MPA og MBA próf frá Harvard háskóla. Spænski fræðimaðurinn Emiliano Duch, sem þykir einn fremsti sérfræðingur heims á sviði samkeppnishæfni, segir að eitt af því sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðir sem nú gangi í gegnum erfiðleika í efnahagslífinu sé vantraust á vel menntuðu og hæfu fólki. „Sumt fólk skammast sín fyrir að hafa unnið í fjármálageiranum á Wall Street, jafnvel þótt það hafi ekki verið spillt eða gert nokkuð rangt. Jafnvel framúrskarandi stærðfræðingar, sem unnu sem sérfræðingar á sviði fjármála, sitja nú uppi með verðlausa þekkingu að mati margra. Þetta er rangt og áhyggjuefni, því þekkingin er verðmæt og það skiptir máli að umhverfið sem hagkerfin eru í sé móttækilegt fyrir mikilli og sérstakri þekkingu," segir Duch í viðtali við Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem kom út í dag. Duch ræðir í viðtalinu um áhuga sinn á Íslandi og til hvers þurfi að horfa þegar kemur að efnahagsmálum. Duch segir að klasastefna (e. cluster policy), t.d. á sviði jarðhita hér á landi, sé langtímaverkefni í eðli sínu og afraksturinn af þeirri vinnu sem sé unnin nú verði ekki öllum sýnilegur fyrr en eftir tíu ár. En þá geti líka verið kominn jarðvegur fyrir mikla verðmætasköpun sem sé sjálfbær til framtíðar. "Ef við horfum til minnar þjóðar, Spánar, þá var vandamálið fyrir nokkrum árum, á "bóluárunum", ekki síst það að alltof mikið var horft til hagvaxtar. Stjórnmálamenn sögðu: Sjáið, hagvöxturinn er góður og allir hafa nóg að gera," segir Duch. Hann nefnir sérstaklega að ofhitnunin á tilteknum sviðum, t.d. á sviði uppbyggingar í veitingageiranum og fasteignageiranum, hafi verið keyrð áfram með láglaunastörfum þar sem fólk frá Suður-Ameríku kom og fékk vinnu. „Hagvöxtur sem byggist á svona hlutum er ekki bara ómarktækur sem mælistika á velgengni hagkerfa, heldur beinlínis hættulegur." Sjá má viðtalið við Duch í vefútgáfu Markaðarins hér. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Spænski fræðimaðurinn Emiliano Duch, sem þykir einn fremsti sérfræðingur heims á sviði samkeppnishæfni, segir að eitt af því sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðir sem nú gangi í gegnum erfiðleika í efnahagslífinu sé vantraust á vel menntuðu og hæfu fólki. „Sumt fólk skammast sín fyrir að hafa unnið í fjármálageiranum á Wall Street, jafnvel þótt það hafi ekki verið spillt eða gert nokkuð rangt. Jafnvel framúrskarandi stærðfræðingar, sem unnu sem sérfræðingar á sviði fjármála, sitja nú uppi með verðlausa þekkingu að mati margra. Þetta er rangt og áhyggjuefni, því þekkingin er verðmæt og það skiptir máli að umhverfið sem hagkerfin eru í sé móttækilegt fyrir mikilli og sérstakri þekkingu," segir Duch í viðtali við Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem kom út í dag. Duch ræðir í viðtalinu um áhuga sinn á Íslandi og til hvers þurfi að horfa þegar kemur að efnahagsmálum. Duch segir að klasastefna (e. cluster policy), t.d. á sviði jarðhita hér á landi, sé langtímaverkefni í eðli sínu og afraksturinn af þeirri vinnu sem sé unnin nú verði ekki öllum sýnilegur fyrr en eftir tíu ár. En þá geti líka verið kominn jarðvegur fyrir mikla verðmætasköpun sem sé sjálfbær til framtíðar. "Ef við horfum til minnar þjóðar, Spánar, þá var vandamálið fyrir nokkrum árum, á "bóluárunum", ekki síst það að alltof mikið var horft til hagvaxtar. Stjórnmálamenn sögðu: Sjáið, hagvöxturinn er góður og allir hafa nóg að gera," segir Duch. Hann nefnir sérstaklega að ofhitnunin á tilteknum sviðum, t.d. á sviði uppbyggingar í veitingageiranum og fasteignageiranum, hafi verið keyrð áfram með láglaunastörfum þar sem fólk frá Suður-Ameríku kom og fékk vinnu. „Hagvöxtur sem byggist á svona hlutum er ekki bara ómarktækur sem mælistika á velgengni hagkerfa, heldur beinlínis hættulegur." Sjá má viðtalið við Duch í vefútgáfu Markaðarins hér.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun