Advania tapar í Noregi - veltan tæpir 13 milljarðar 18. ágúst 2012 13:23 Velta samstæðu Advania nam 12,9 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2012, sem jafngildir 5,3% vexti í tekjum frá sama tímabili í fyrra samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Öll félög innan samstæðunnar stóðu sig betur á fyrri árshelmingi 2012 en áætlanir gerðu ráð fyrir, að undanskildu Advania í Noregi að því greint er frá í tilkynningunni. Að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar í Noregi nam hagnaður samstæðunnar fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) 502 m.kr. Að meðtöldum einskiptiskostnaði í Noregi er heildarafkoma á fyrirhluta ársins neikvæð um 506 miljónir. Hlutfall erlendra tekna samstæðunnar á tímabilinu var 62%, en í dag starfa um 1.100 manns hjá samstæðunni í fjórum löndum: Íslandi, Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Starfsemi félagsins á Íslandi og í Svíþjóð gekk vel á tímabilinu og talsverður stígandi í starfseminni í báðum löndum. Velta á Íslandi nam 5.465 m.kr. og jókst um 5,8% frá fyrra ári. EBITDA nam 358 m.kr. sem er 11,5% umfram áætlun. Velta í Svíþjóð nam 5.324 m.kr. og jókst um 10,3% frá sama tímabili síðasta árs. EBITDA hækkaði um 4,0% og var 183 m.kr. Velta í Noregi dróst saman um 7,9% á fyrri árshelmingi 2012 og nam 2.187 m.kr. Verulegur einskiptiskostnaður féll til í Noregi á tímabilinu og var EBITDA neikvæð um 486 m.kr. Afkoman í Noregi litast af tveimur stórum þáttum. Annars vegar töfðust verklok á umfangsmikilli innleiðingu viðskiptakerfis fyrir stóran viðskiptavin, en kerfið var tekið í notkun á tímabilinu. Allur kostnaður við innleiðinguna var gjaldfærður og nam hann 216 m.kr. á tímabilinu. Ljóst er að verulegir tekjumöguleikar til framtíðar eru fólgnir í endursölu viðkomandi kerfis, bæði í Noregi sem og á öðrum markaðssvæðum. Hins vegar var ráðist í viðamiklar aðhaldsaðgerðir og skipulagsbreytingar í Noregi á og vógu þar þyngst breytingar sem gerðar voru á lífeyriskerfi starfsmanna úr réttindatengdu í iðgjaldatengt, en sú breyting hafði í för með gjaldfærslu sem nam 183 m.kr. Breytingin hafði ekki áhrif á sjóðstreymi félagsins, en hefur jákvæð áhrif á rekstur sem nemur um 70 m.kr árlega. Alls nam einskiptiskostnaður í Noregi 453 m.kr. „Frammistaðan í Svíþjóð og Íslandi er góð. Áætlun fyrir seinni árshelming lítur vel út en hún gerir ráð fyrir að velta ársins verði liðlega 26 milljarðar króna, sem er umfram áætlanir. Í kjölfar aðgerða sem gripið hefur verið til í Noregi er gert ráð fyrir að öll félög samstæðunnar skili afkomu á síðari hluta ársins í takt við áætlun eða betur," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Velta samstæðu Advania nam 12,9 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2012, sem jafngildir 5,3% vexti í tekjum frá sama tímabili í fyrra samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Öll félög innan samstæðunnar stóðu sig betur á fyrri árshelmingi 2012 en áætlanir gerðu ráð fyrir, að undanskildu Advania í Noregi að því greint er frá í tilkynningunni. Að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar í Noregi nam hagnaður samstæðunnar fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) 502 m.kr. Að meðtöldum einskiptiskostnaði í Noregi er heildarafkoma á fyrirhluta ársins neikvæð um 506 miljónir. Hlutfall erlendra tekna samstæðunnar á tímabilinu var 62%, en í dag starfa um 1.100 manns hjá samstæðunni í fjórum löndum: Íslandi, Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Starfsemi félagsins á Íslandi og í Svíþjóð gekk vel á tímabilinu og talsverður stígandi í starfseminni í báðum löndum. Velta á Íslandi nam 5.465 m.kr. og jókst um 5,8% frá fyrra ári. EBITDA nam 358 m.kr. sem er 11,5% umfram áætlun. Velta í Svíþjóð nam 5.324 m.kr. og jókst um 10,3% frá sama tímabili síðasta árs. EBITDA hækkaði um 4,0% og var 183 m.kr. Velta í Noregi dróst saman um 7,9% á fyrri árshelmingi 2012 og nam 2.187 m.kr. Verulegur einskiptiskostnaður féll til í Noregi á tímabilinu og var EBITDA neikvæð um 486 m.kr. Afkoman í Noregi litast af tveimur stórum þáttum. Annars vegar töfðust verklok á umfangsmikilli innleiðingu viðskiptakerfis fyrir stóran viðskiptavin, en kerfið var tekið í notkun á tímabilinu. Allur kostnaður við innleiðinguna var gjaldfærður og nam hann 216 m.kr. á tímabilinu. Ljóst er að verulegir tekjumöguleikar til framtíðar eru fólgnir í endursölu viðkomandi kerfis, bæði í Noregi sem og á öðrum markaðssvæðum. Hins vegar var ráðist í viðamiklar aðhaldsaðgerðir og skipulagsbreytingar í Noregi á og vógu þar þyngst breytingar sem gerðar voru á lífeyriskerfi starfsmanna úr réttindatengdu í iðgjaldatengt, en sú breyting hafði í för með gjaldfærslu sem nam 183 m.kr. Breytingin hafði ekki áhrif á sjóðstreymi félagsins, en hefur jákvæð áhrif á rekstur sem nemur um 70 m.kr árlega. Alls nam einskiptiskostnaður í Noregi 453 m.kr. „Frammistaðan í Svíþjóð og Íslandi er góð. Áætlun fyrir seinni árshelming lítur vel út en hún gerir ráð fyrir að velta ársins verði liðlega 26 milljarðar króna, sem er umfram áætlanir. Í kjölfar aðgerða sem gripið hefur verið til í Noregi er gert ráð fyrir að öll félög samstæðunnar skili afkomu á síðari hluta ársins í takt við áætlun eða betur," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.
Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira