Viðskipti innlent

Jóhanna: Bölsýni stjórnarandstöðu er efnahagsvandamál

BBI skrifar
„Barlómur og bölsýni stjórnarandstöðu og áhanganda þeirra í hagsmunasamtökum er efnahagsvandamál," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í grein í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni rekur Jóhanna ýmsar tölur til að sýna fram á að horfur í efnahagslífi þjóðarinnar séu allgóðar.

„Það er bjart yfir Íslandi," segir Jóhanna og rekur að atvinnulausum hefur fækkað og störfum fjölgað. Hún segir verðbólguna í rénum og hagvöxt áætlaðan 2,8% fyrir árið sem hún telur varfærið mat. Loks segir hún að fjárfesting hafi aukist uppá síðkastið.

Jóhanna telur horfur góðar en sér þó ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun alþjóðaefnahagsmála sem gætu sett strik í reikninginn. Umheimurinn sé þó ekki eina ógnunin. Neikvæðni stjórnarandstöðunnar sé beinlínis efnahagsvandamál. En eftir því sem óyggjandi hagtölur sýni skýrari árangur verði þó sá söngur góðu heilli sífalskari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×