Framkvæmdastjóri Sinfóníunnar: Útilokað að ráða við hækkun leigu Magnús Halldórsson skrifar 7. ágúst 2012 12:15 Útilokað er að Sinfóníuhljómsveit Íslands eða íslenska óperan hafi svigrúm til þess að greiða tvöfalt hærri leigu en nú, en stjórnendur Hörpu telja nauðsynlegt að hækka leiguna svo að rekstur hússins geti komist á réttan kjöl. Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag, en stjórnendur Hörpu telja til nauðsynlegt að hækka leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar úr um 170 milljónum á ári í ríflega 340 milljónir, til þess að rétta af rekstur hússins. Eins og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá verður rekstrarhalli Hörpunnar um 407 milljónir króna á þessu ári ef fram heldur sem horfir. Nær öll atriði í rekstraráætlun fyrir húsið hafa ekki gengið eftir, en miklu munar þó um hækkun fasteignagjalda sem og að ekki hefur gengið eins hratt að byggja upp tekjur af ráðstefnum eins og lagt var upp með, að því er fram kemur í skýrslu KPMG um rekstur Hörpu. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hljómsveitin hefði ekki fjárhagslegt svigrúm til þess að borga hærri leigu en nú, nema að fá til þess sérstaka fjárheimild, sem kæmi þá frá ríkinu. Ríki og borg eru eigendur Hörpunnar, en ríkið á 54 prósent hlut og borgin 46 prósent. Eigendurnir eru skuldbundnir til þess að leggja húsinu til rekstrarfé í 35 ár en á þessu ári er áætlað að framlagið nemi 983 milljónum króna. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Útilokað er að Sinfóníuhljómsveit Íslands eða íslenska óperan hafi svigrúm til þess að greiða tvöfalt hærri leigu en nú, en stjórnendur Hörpu telja nauðsynlegt að hækka leiguna svo að rekstur hússins geti komist á réttan kjöl. Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag, en stjórnendur Hörpu telja til nauðsynlegt að hækka leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar úr um 170 milljónum á ári í ríflega 340 milljónir, til þess að rétta af rekstur hússins. Eins og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá verður rekstrarhalli Hörpunnar um 407 milljónir króna á þessu ári ef fram heldur sem horfir. Nær öll atriði í rekstraráætlun fyrir húsið hafa ekki gengið eftir, en miklu munar þó um hækkun fasteignagjalda sem og að ekki hefur gengið eins hratt að byggja upp tekjur af ráðstefnum eins og lagt var upp með, að því er fram kemur í skýrslu KPMG um rekstur Hörpu. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hljómsveitin hefði ekki fjárhagslegt svigrúm til þess að borga hærri leigu en nú, nema að fá til þess sérstaka fjárheimild, sem kæmi þá frá ríkinu. Ríki og borg eru eigendur Hörpunnar, en ríkið á 54 prósent hlut og borgin 46 prósent. Eigendurnir eru skuldbundnir til þess að leggja húsinu til rekstrarfé í 35 ár en á þessu ári er áætlað að framlagið nemi 983 milljónum króna.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira