Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan haldist í lægri kantinum

Greining Arion banka spáir því að verðbólgan haldist í lægri kantinum næstu þrjá mánuðina eða á bilinu 4,4% til 4,6%.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að forsendurnar fyrir þessari spá séu m.a. að gengi krónunnar haldist óbreytt frá því sem nú er en það hefur verið að styrkjast verulega undanfarnar vikur. Einning er reiknað með hóflegum hækkanunum á fasteignaverðinu.

Allar líkur eru á að gengi krónunnar muni halda núverandi styrk langt fram á haustið eins og verið hefur undanfarin ár, að því er segir í Markaðspunktunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×