Viðskipti innlent

Vilja frjálsar handfæraveiðar á ný

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í ljósi þess að sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka þorskkvóta næsta árs, skorar stjórn Samtaka íslenskra fiskimanna á stjórnvöld að nýta þetta tækifæri til þess að efna kosningaloforð sitt um frjálsar handfæraveiðar.

Segja samtökin að í stað þess að velta fyrir sér aðferðum við að skipta örlitlum strandveiðipotti á milli landshluta sé rétt að stíga skrefið til fulls og veita sjávarbyggðum og almenningi í landinu aftur þann rétt að fá að róa til fiskjar með handfæri; sér og sínum til framfærslu.

Segja samtökin að skynsamlegt og hagkvæmt sé að veiða þennan aukna afla með vistvænum veiðarfærum, sem spara heilmikinn gjaldeyri í formi minni eldsneytiskaupa og skapa mikla atvinnu í hinum dreifðu byggðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×