Viðskipti innlent

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast myndarlega þessa daganna. Gengisvísitalan er komin niður í tæp 215 stig og styrktist gengið því um tæpt prósent í gærdag.

Í lok apríl s.l. stóð gengisvísitalan í rúmlega 228 stigum og hefur gengið því styrkst um nær 6% frá þeim tíma.

Eins og áður hefur komið fram er gjaldeyrisinnstreymi vegna ferðamanna nú í hámarki og veldur því að gengi krónunnar styrkist. Slíkt hefur nær ætíð gerst yfir hásumarið frá hruninu árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×