Askar fyrir alla 24. júlí 2012 13:35 Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar. Heilsa Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira
Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar.
Heilsa Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira