Viðskipti innlent

Advania og Hátækni semja um sölu á Dell fartölvum

Á myndinni eru Ingi Björn Ágústsson, sölustjóri Advania, Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni og Guðmundur Zebitz, vörustjóri hjá Hátækni.
Á myndinni eru Ingi Björn Ágústsson, sölustjóri Advania, Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni og Guðmundur Zebitz, vörustjóri hjá Hátækni.
Advania og Hátækni hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum, en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Nú geta viðskiptavinir Hátækni nálgast fjölbreytt úrval Dell tölva í versluninni og mun Hátækni leggja áherslu á að bjóða vandaðar fartölvur sem henta þörfum kröfuharðra einstaklinga.

„Okkur telst til að það séu um hundrað þúsund Dell tölvur í notkun hér á landi og við hyggjum á áframhaldandi sókn á þessum markaði. Því er okkur sönn ánægja að vinna með Hátækni. Hjá þeim er mikil sérfræðiþekking á tækni og tölvubúnaði og viðskiptavinum þeirra er veitt framúrskarandi þjónusta. Það samræmist svo sannarlega stefnu okkar og áherslum," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

„Við erum hæstánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar tölvur frá Dell en þær hafa margsannað sig hvað varðar gæði og endingu og passa því vel við vöruframboð okkar, enda leggjum við mikla áherslu á gæði og þjónustu. Með þessari viðbót í okkar vöruframboð geta viðskiptavinir okkar nálgast allan tæknibúnað sem fólk þarf í leik, námi og starfi á einum stað. Við erum með allt það nýjasta í snjallsímum, spjaldtölvum, sjónvörpum og núna fartölvum," segir Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×