Viðskipti innlent

Moody´s viðheldur neikvæðum horfum fyrir Ísland

Matsfyrirtækið Moody´s viðheldur neikvæðum horfum sínum á Baa3 lánshæfiseinkunn Íslands.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Moody´s um Ísland. Það sem viðheldur neikvæðum horfum á lánshæfiseinkunninni er einkum veik staða í fjármálum hins opinbera þar sem skuldir eru miklar og að veruleg hætta sé á að vandamálin á evrusvæðinu muni hafa áhrif á Íslandi.

Jákvæðir þættir sem Moody´s greinir frá í skýrslunni eru m.a. að efnahagslíf Íslands sé að styrkjast og að stofnanir landsins séu traustar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×