Viðskipti innlent

Össur gat ekki efnt skuldbindingar vegna haftanna

Stoðtækjaframleiðandinn Össur gat ekki efnt kaupréttarsamning við Makhesh Mansukani framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Bandaríkjunum vegna gjaldeyrishaftanna.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í samtali við Morgunblaðið að til þess að leysa málið hafi verið farin Fjallabaksleið. Hann segir þetta varpa ljósi á fáránleika gjaldeyrishaftanna og að ótækt sé fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að starfa undir höftunum.

Áður en höftum var komið á gerði Össur kaupréttarsamning við Mansukani en vegna haftanna var ekki hægt að uppfylla samninginn og afhenda honum hlutabréfin á erlendri grundu. Því var ákveðið að greiða honum hagnaðinn af samningnum, sem nemur 200 þúsund dollurum, jafnvirði 25 milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×