Viðskipti innlent

Leigusamningum fækkar milli ára

Þinglýstum leigusamningum um íbúðarhúsnæði á landinu öllu fækkaði um rúm 4% í júní miðað við sama mánuð í fyrra.

Í heild var þinglýst 696 samningum í júní s.l. á móti 726 samningum í júní í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Mest varð fækkunin á Vesturlandi eða 28,6%. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir samningana voru gerðir, fækkaði þeim um 5,3% milli ára.

Í tveimur landshlutum var um fjölgun að ræða, þ.e. á Norðurlandi þar sem þeim fjölgaði um rúm 17% og á Vestfjörðum þar sem þeim fjölgaði um 75%. Tekið skal fram að aðeins tveir samningar eru að baki fjölguninni á Vestfjörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×