Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður lánar minna

BBI skrifar
Íbúðalánasjóður hefur lánað mun minna til fasteignakaupa það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir 20% meiri veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Þessa þróun má rekja til þess að sjóðurinn hefur átt á brattann að sækja í samkeppni við banka og lífeyrissjóði. Almenningur hefur sótt í óverðtryggð íbúðalán bankanna undanfarið ár, auk þess sem bankar og lífeyrissjóðir bjóða hagstæðari verðtryggð lán en íbúðalánasjóður.

Í ár hafa almenn íbúðalán verið 611 talsins. Í fyrra voru þau 1.119 á sama tíma. Þau voru því 45% færri í ár.

Þetta kom fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×