Viðskipti innlent

Verð á flugmiða til Kaupmannahafnar hefur lækkað

Sá sem bókaði Kaupmannahafnarreisu ágústmánaðar í vor hefði getað sparað sér 5000 krónur með því að kaupa farið í dag. Lundúnarfarinn myndi líka borga minna í dag en hann gerði í vor, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is.

Um miðjan maí kostaði farmiði til London í viku 32 (6.-12. ágúst) að lágmarki 35.351 krónu. Í dag er hægt að fá far til borgarinnar, á sama tíma, sem er næstum því 3000 krónum lægra. Í báðum tilvikum er um að ræða fargjöld hjá Iceland Express. Félagið er því enn ódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til London í þessari annarri viku ágústmánaðar. Athygli vekur að easyJet hefur slegið verulega af sínum fargjöldum á þessu tímabili og nemur lækkunin um 17%. Farið með WOW air hefur hins vegar hækkað, eftir því sem fram kemur á vef Túrista. .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×