Viðskipti innlent

Tekjur ríkisins aukast umfram áætlanir

Tekjur ríkisins hafa aukist á fyrstu fimm mánuðum ársins umfram áætlanir. Þretta kemur fram í greiðsluuppgjör ríkissjóðs sem liggur nú fyrir.

Handbært fé frá rekstri var neikvætt um rúma 15 milljarða kr. en var neikvætt um 21,7 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra.

Tekjur reyndust 33 milljörðum kr. hærri en í fyrra á meðan að gjöldin jukust um 17,4 milljarða kr. milli ára. Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um tæpa 38 milljarða kr. Stór hluti af því fráviki skýrist með greiðsludreifingu útgjalda, að því er segir á vefsíðu Stjórnarráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×