Segir lífskjör fólks verri en Seðlabankinn vill viðurkenna Karen Kjartansdóttir skrifar 12. júlí 2012 12:11 Heiðar Guðjónsson hagfræðingur. Laun á Íslandi eru svipuð því sem þau voru fyrir um tveimur áratugum. Þetta fullyrðir hagfræðingur sem segir sérstakt að Seðlabankinn haldi því fram að kjör fólks séu svipuð og þau voru árið 2006. Laun þyrftu að hækka um meira en fjórðung til þess eins að þau færu að líkjast því sem var árið 2000. Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í dag. Heiðar segir laun hér á landi hafa hrunið og staðan sé mun verri en peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands heldur fram en nefndin segir laun lík því sem var fyrir sex árum eða árið 2006. Segir Heiðar að eina leiðin til að fá þá niðurstöðu sé ef sleppt er að leiðrétta fyrir verðbólgu á Íslandi. Notar hann orðið peningaglýja um þá aðferð. Evrur í dag séu til að mynda 30 prósent verðminni en þær voru fyrir tólf árum, verðbólga á krónum nemi hins vegar 130 prósentum á sama tímabili. Heiðar segir að laun mæld á föstu verðlagi, sem þýðir að leiðrétt er fyrir verðbólgu og miðað við alþjóðlegar myntir, sýni að laun Íslendinga séu svipuð því sem þau voru árið 1993 eða fyrir um tveimur áratugum síðan. Greining Heiðars er auk þess á allt annan veg en greining Pauls Krugmans, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sem hefur sagt Ísland vera á góðri leið með að verða fyrirmynd í endurreisn eftir fjármálahrun. Bandarísku stórblöðin New York Times og Wall Street Journal hafa líkt árangri Íslands við kraftaverk. Þá hefur Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, skrifað að það sýni sig nú að jöfnunarstefna gagnvart kreppuáhrifunum er góð hagfræði, eins og kennt er í klassískum kenningum John M. Keynes. Það hafi verið einmitt líka verið lexían sem menn lærðu af kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Margir vilji hins vegar ekki beita úrræðum Keynes og séu fastir í frjálshyggjuúrræðum sem dýpkki kreppuna að óþörfu. Vísar Stefán svo í nýja bók Krugmans, End This Depression Now, þar sem fjallað er um máli. Heiðar segir hins vegar í viðtali við Viðskiptablaðið að Íslendingar finni það líklega best á eigin skinni að Krugman hafi rangt fyrir sér. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Laun á Íslandi eru svipuð því sem þau voru fyrir um tveimur áratugum. Þetta fullyrðir hagfræðingur sem segir sérstakt að Seðlabankinn haldi því fram að kjör fólks séu svipuð og þau voru árið 2006. Laun þyrftu að hækka um meira en fjórðung til þess eins að þau færu að líkjast því sem var árið 2000. Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í dag. Heiðar segir laun hér á landi hafa hrunið og staðan sé mun verri en peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands heldur fram en nefndin segir laun lík því sem var fyrir sex árum eða árið 2006. Segir Heiðar að eina leiðin til að fá þá niðurstöðu sé ef sleppt er að leiðrétta fyrir verðbólgu á Íslandi. Notar hann orðið peningaglýja um þá aðferð. Evrur í dag séu til að mynda 30 prósent verðminni en þær voru fyrir tólf árum, verðbólga á krónum nemi hins vegar 130 prósentum á sama tímabili. Heiðar segir að laun mæld á föstu verðlagi, sem þýðir að leiðrétt er fyrir verðbólgu og miðað við alþjóðlegar myntir, sýni að laun Íslendinga séu svipuð því sem þau voru árið 1993 eða fyrir um tveimur áratugum síðan. Greining Heiðars er auk þess á allt annan veg en greining Pauls Krugmans, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sem hefur sagt Ísland vera á góðri leið með að verða fyrirmynd í endurreisn eftir fjármálahrun. Bandarísku stórblöðin New York Times og Wall Street Journal hafa líkt árangri Íslands við kraftaverk. Þá hefur Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, skrifað að það sýni sig nú að jöfnunarstefna gagnvart kreppuáhrifunum er góð hagfræði, eins og kennt er í klassískum kenningum John M. Keynes. Það hafi verið einmitt líka verið lexían sem menn lærðu af kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Margir vilji hins vegar ekki beita úrræðum Keynes og séu fastir í frjálshyggjuúrræðum sem dýpkki kreppuna að óþörfu. Vísar Stefán svo í nýja bók Krugmans, End This Depression Now, þar sem fjallað er um máli. Heiðar segir hins vegar í viðtali við Viðskiptablaðið að Íslendingar finni það líklega best á eigin skinni að Krugman hafi rangt fyrir sér.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira