Íslandsbanki afskrifar skuldir Árvakurs í annað sinn á þremur árum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. júlí 2012 19:26 Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira