Logi Gunnarsson þarf að taka á sig launalækkun vegna undankeppni EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 18:30 Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson segir í samtali við Karfan.is að hann þurfi að taka á sig launalækkun hjá franska liðinu Angers vegna leikjanna með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst og september. Logi segir forráðamenn Angers hafa viljað fá sig út í byrjun ágúst. Logi hafi þá tjáð þeim að hann kæmist ekki fyrr en um miðjan september vegna íslenska landsliðsins. „Þá sögðust þeir ekki byrja að greiða laun fyrr en ég kæmi út. Umboðsmaðurinn minn vann í þessu og náði ágætis lendingu en vissulega þarf ég að sætta mig við launatap. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona lagað hefur komið fyrir á mínum ferli því miður," sagði Logi í samtali við Karfan.is í dag. Hörður Axel Vilhjálmsson dró sig á dögunum út úr íslenska landsliðinu. Ástæðan var sú að forráðamenn þýska félags hans lögðu hart að honum að mæta á réttum tíma til æfinga á undirbúningstímabilinu. „En þrátt fyrir þetta þá skil ég Hörð algerlega 100 prósent varðandi hans ákvörðun því það er fátt verra en að lenda úti í kuldanum hjá þjálfaranum og þurfa að verma tréverkið lungan úr vetri," segir Logi og telur að koma þurfi í veg fyrir að þjálfarar og stjórnarmenn geti sett pressu á leikmenn í tengslum við landsliðsverkefni sín. „Því það er fátt sem fyllir mann meira stolti en að spila fyrir land og þjóð," sagði Logi við Karfan.is. Körfubolti Tengdar fréttir Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. 16. júlí 2012 06:45 Hörður Axel dregur sig úr íslenska landsliðinu Körfuknattleikskappinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í samtali við Vísi í morgun. 12. júlí 2012 12:45 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson segir í samtali við Karfan.is að hann þurfi að taka á sig launalækkun hjá franska liðinu Angers vegna leikjanna með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst og september. Logi segir forráðamenn Angers hafa viljað fá sig út í byrjun ágúst. Logi hafi þá tjáð þeim að hann kæmist ekki fyrr en um miðjan september vegna íslenska landsliðsins. „Þá sögðust þeir ekki byrja að greiða laun fyrr en ég kæmi út. Umboðsmaðurinn minn vann í þessu og náði ágætis lendingu en vissulega þarf ég að sætta mig við launatap. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona lagað hefur komið fyrir á mínum ferli því miður," sagði Logi í samtali við Karfan.is í dag. Hörður Axel Vilhjálmsson dró sig á dögunum út úr íslenska landsliðinu. Ástæðan var sú að forráðamenn þýska félags hans lögðu hart að honum að mæta á réttum tíma til æfinga á undirbúningstímabilinu. „En þrátt fyrir þetta þá skil ég Hörð algerlega 100 prósent varðandi hans ákvörðun því það er fátt verra en að lenda úti í kuldanum hjá þjálfaranum og þurfa að verma tréverkið lungan úr vetri," segir Logi og telur að koma þurfi í veg fyrir að þjálfarar og stjórnarmenn geti sett pressu á leikmenn í tengslum við landsliðsverkefni sín. „Því það er fátt sem fyllir mann meira stolti en að spila fyrir land og þjóð," sagði Logi við Karfan.is.
Körfubolti Tengdar fréttir Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. 16. júlí 2012 06:45 Hörður Axel dregur sig úr íslenska landsliðinu Körfuknattleikskappinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í samtali við Vísi í morgun. 12. júlí 2012 12:45 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. 16. júlí 2012 06:45
Hörður Axel dregur sig úr íslenska landsliðinu Körfuknattleikskappinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í samtali við Vísi í morgun. 12. júlí 2012 12:45