Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist verulega

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega undanfarna daga og er greinilegt að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af ferðamönnum eru að ná hámarki þessa dagana.

Þannig styrkist gengið um 1,25% í gærdag og er gengisvísitalin komin undir 217 stig. Í lok apríl s.l. stóð gengisvísitalan í rúmlega 228 stigum og hefur gengið því styrkt um nær 5% frá þeim tíma.

Dollarinn er kominn undir 126 krónur, evran er komin undir 155 krónur og danska krónan er komin undir 21 krónu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×