Viðskipti innlent

Ársverðbólga niður í 4,7%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útsölur hafa áhrif til lækkunar, samkvæmt greiningum bankanna.
Útsölur hafa áhrif til lækkunar, samkvæmt greiningum bankanna.
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbóga muni lækka úr 5,4% í 4,7%, en Hagstofa Íslands birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs á morgun. Í fyrradag birtist spá greiningardeildar Arion banka, sem gerir ráð fyrir að ársverðbólga fari niður í 4,6%.

Samkvæmt spá Hagfræðideildar Landsbankans munu útsölur í júlí hafa áhrif til lækkunar á fatnaði og skóm og það mun hafa áhrif til lækkunar verðbólgunnar. Bensín- og díselolíulækkanir munu einnig verða til þess að lækka verðbólguna.

Aftur á móti er gert ráð fyrir að húsaleiga muni hækka, fjölgun ferðamanna muni verða til að hækka verð á gistingu og veitingastöðum og mjólkurverð hafi hækkað í byrjun júlí. Allt verði þetta til að auka á verðbólguna á móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×