Íslenskir neytendur munu finna fyrir uppskerubrestinum BBI skrifar 19. júlí 2012 13:40 Kornrækt á Íslandi Mikil verðhækkun á korni er fyrirsjáanleg á næstu vikum og mánuðum. Hún mun mjög fljótlega skila sér til almennings að mati Eggerts Jónassonar, innkaupastjóra Líflands og Kornax. Korn- og mjöliðnaðurinn hefur orðið fyrir tveimur áföllum á síðustu mánuðum. Það fyrra var mikill uppskerubrestur á soijabaunum í Suður-Ameríku fyrir nokkrum mánuðum. Síðara áfallið er hitabylgja og verstu þurrkar í rúm fimmtíu ár á svonefndu kornbelti Bandaríkjanna þar sem er stærsta ræktarland maís- og soijabauna í heiminum. Þessi uppskerubrestur í Bandaríkjunum mun hafa bein áhrif á flestalla matvælaframleiðslu enda eru Bandaríkin mjög stór framleiðandi á heimsmælikvarða. Því mega íslenskir neytendur búast við rísandi matvælaverði næstu vikur og sérstaklega í haust. Hækkandi kornverð hefur vitanlega bein áhrif á kornvörur og því verður brauðmeti strax dýrara. En auk þess mun það hafa áhrif á íslenskar landbúnaðarafurðir og kjötvörur. „Það er ekki hægt að framleiða kjöt á Íslandi nema nota kjarnfóður," segir Eggert „Og við hjá Líflandi þurftum nýverið að hækka okkar fóður í verði og sjáum fram á frekari hækkanir í haust." Um leið og fóðurverð hækkar verða landbúnaðarafurðir eðlilega dýrari. Ekki er nóg með að ástandið í Bandaríkjunum sé uggvænlegt því ástandið í Evrópu er líka að versna. Miklir þurrkar við Svartahaf og rigningar í Norður-Evrópu auka nú líkur á lakari uppskeru en gengur og gerist á meginlandinu. Uppskeran þar hefst eftir um hálfan mánuð og matvælaframleiðendur bíða milli vonar og ótta eftir framvindu mála. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Mikil verðhækkun á korni er fyrirsjáanleg á næstu vikum og mánuðum. Hún mun mjög fljótlega skila sér til almennings að mati Eggerts Jónassonar, innkaupastjóra Líflands og Kornax. Korn- og mjöliðnaðurinn hefur orðið fyrir tveimur áföllum á síðustu mánuðum. Það fyrra var mikill uppskerubrestur á soijabaunum í Suður-Ameríku fyrir nokkrum mánuðum. Síðara áfallið er hitabylgja og verstu þurrkar í rúm fimmtíu ár á svonefndu kornbelti Bandaríkjanna þar sem er stærsta ræktarland maís- og soijabauna í heiminum. Þessi uppskerubrestur í Bandaríkjunum mun hafa bein áhrif á flestalla matvælaframleiðslu enda eru Bandaríkin mjög stór framleiðandi á heimsmælikvarða. Því mega íslenskir neytendur búast við rísandi matvælaverði næstu vikur og sérstaklega í haust. Hækkandi kornverð hefur vitanlega bein áhrif á kornvörur og því verður brauðmeti strax dýrara. En auk þess mun það hafa áhrif á íslenskar landbúnaðarafurðir og kjötvörur. „Það er ekki hægt að framleiða kjöt á Íslandi nema nota kjarnfóður," segir Eggert „Og við hjá Líflandi þurftum nýverið að hækka okkar fóður í verði og sjáum fram á frekari hækkanir í haust." Um leið og fóðurverð hækkar verða landbúnaðarafurðir eðlilega dýrari. Ekki er nóg með að ástandið í Bandaríkjunum sé uggvænlegt því ástandið í Evrópu er líka að versna. Miklir þurrkar við Svartahaf og rigningar í Norður-Evrópu auka nú líkur á lakari uppskeru en gengur og gerist á meginlandinu. Uppskeran þar hefst eftir um hálfan mánuð og matvælaframleiðendur bíða milli vonar og ótta eftir framvindu mála.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira