Viðskipti innlent

N1 lækkar verð á bensíni og dísil um 15 krónur tímabundið

Verðið á bensín- og díselllítranum lækkar tímabundið í dag hjá N1 um fimmtán krónur í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina og gildir lækkunin til miðnættis í dag, 5. júlí.

Bensínlítrinn kostar því 228,70 kr. á félaginu í dag en lítri af díselolíu kostar 228,50 krónur. N1 mótið, sem hófst á Akureyri í gær, er stærsta árlega knattspyrnumót landsins.

Þátttakendur eru á fimmtánda hundrað auk þjálfara, liðsstjóra og foreldra sem leggja leið sína í höfuðstað Norðurlands til að styðja sína menn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×