Á síðustu 24 mánuðum hefur Landsbankinn lokið við að selja öll lífvænleg fyrirtæki í óskyldum rekstri sem hann hefur fengið yfirráð yfir í kjölfar rekstrarerfiðleika þeirra við bankahrunið. Öll þessi rekstrarfélög eru nú komin í hendur eigenda sem geta einbeitt sér að uppbyggingu þeirra og vexti á komandi árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Þau fyrirtæki sem seld hafa verið eru Eignarhaldsfélagið Vestia, en undir félagið heyrðu Húsasmiðjan, Vodfone, Skýrr, Teymi og Plastprent, Icelandic Group, Límtré Vírnet, Björgun, Pizza Pizza, Parlogis, Sólning og fleiri. Þá seldi bankinn nýverið hlut sinn í Verði Tryggingum og Verði Líftryggingum auk þess að selja fjölda fasteigna og skráðra og óskráðra verðbréfa. Nú hefur 75% hlutafjár dótturfélagsins Regins verið selt og sú sala styrkir uppbyggingu hlutabréfamarkaðar.
Með þessum hætti hefur tekist að lækka verðmæti eigna sem Landsbankinn hefur haft til sölu um nálega 100 milljarða króna. Þetta styrkir fjárhagsstöðu bankans og einfaldar og skýrir rekstur hans til mikilla muna og ber með sér að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja í kjölfar hrunsins fer senn að ljúka.
Landsbankinn hefur selt öll fyrirtæki í óskyldum rekstri

Mest lesið

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent