Birgir Leifur: Ég hafði heppnina með mér Sigurður Elvar Þórólfsson í Leirdalnum skrifar 23. júní 2012 19:46 „Þetta er heilmikil törn og mikið álag sem fylgir þessu móti. Ég er ánægður með margt hjá mér, tveir leikir af fjórum hafa fram til þessa verið mjög góðir," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag eftir að hann komst í undanúrslit Íslandsmótsins í holukeppni. Birgir lagði félaga sinn úr GKG, Alfreð Brynjar Kristinsson, í átta manna úrslitum, 1/0 en Alfreð byrjaði með látum og vann fyrstu þrjár holurnar gegn Birgi. Íslenska lögfræðistofumótið er þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni og tóku 32 karla þátt og 15 konur. Birgir Leifur og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS mætast í undanúrslitum í fyrramálið. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr Keili leika í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram eftir hádegi á sunnudag á Leiralsvelli. „Ég hef ekki lent undir fram til þessa á mótinu og mér fannst það sterkt hjá mér að koma til baka eftir þessa byrjun. Heppnin var svo sannarlega með mér í mörg skipti á þessum hring en ég hef oft leikið betur. Ég sló nokkur upphafshögg sem voru ekki alveg nógu góð en ég var frekar heppinn með lendinguna, t.d. á 12. slapp ég naumlega við vatnstorfæruna og ég sló boltann útaf á 16. "Þetta var barátta í dag, ég fann fyrir þreytu í síðasta leiknum og einbeitingin var því ekki alltaf til staðar. Ég var ánægður með hve vel mér gekk að tryggja púttin eftir vippin, það var að skila sér í dag," sagði Birgir en hann hafði ekki mikinn tíma til þess að spjalla eftir sigurinn í dag. Hann var á hraðferð í útskrift úr golfkennaraskóla PGA og GSÍ. Hlynur Geir Hjartarson var í sömu stöðu og Birgir Leifur en þeir mætast í undanúrslitaleiknum í fyrramálið. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Þetta er heilmikil törn og mikið álag sem fylgir þessu móti. Ég er ánægður með margt hjá mér, tveir leikir af fjórum hafa fram til þessa verið mjög góðir," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag eftir að hann komst í undanúrslit Íslandsmótsins í holukeppni. Birgir lagði félaga sinn úr GKG, Alfreð Brynjar Kristinsson, í átta manna úrslitum, 1/0 en Alfreð byrjaði með látum og vann fyrstu þrjár holurnar gegn Birgi. Íslenska lögfræðistofumótið er þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni og tóku 32 karla þátt og 15 konur. Birgir Leifur og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS mætast í undanúrslitum í fyrramálið. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr Keili leika í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram eftir hádegi á sunnudag á Leiralsvelli. „Ég hef ekki lent undir fram til þessa á mótinu og mér fannst það sterkt hjá mér að koma til baka eftir þessa byrjun. Heppnin var svo sannarlega með mér í mörg skipti á þessum hring en ég hef oft leikið betur. Ég sló nokkur upphafshögg sem voru ekki alveg nógu góð en ég var frekar heppinn með lendinguna, t.d. á 12. slapp ég naumlega við vatnstorfæruna og ég sló boltann útaf á 16. "Þetta var barátta í dag, ég fann fyrir þreytu í síðasta leiknum og einbeitingin var því ekki alltaf til staðar. Ég var ánægður með hve vel mér gekk að tryggja púttin eftir vippin, það var að skila sér í dag," sagði Birgir en hann hafði ekki mikinn tíma til þess að spjalla eftir sigurinn í dag. Hann var á hraðferð í útskrift úr golfkennaraskóla PGA og GSÍ. Hlynur Geir Hjartarson var í sömu stöðu og Birgir Leifur en þeir mætast í undanúrslitaleiknum í fyrramálið.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira