Gestur Jónsson: Hörmulegt hvernig tókst til með málið VG skrifar 26. júní 2012 15:05 Haukur Þór fyrir miðju ásamt lögmanni sínum, Gesti Jónssyni. „Auðvitað er það bara hörmulegt hvernig til hefur tekist með þetta mál," segir Gestur Jónsson, verjandi Hauks Þórs Haraldssonar, sem var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haukur Þór hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar, það er þá í þriðja skiptið sem það ratar þangað. Málsmeðferð Hauks hefur verið heldur brösugleg enda einnig í þriðja skiptið sem málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Í fyrstu var Haukur Þór sýknaður af öllum sökum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur hnekkti þeim dómi og sendi hann aftur í hérað. Svo var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. þeim dómi var svo vísað aftur í hérað. Ástæða þess að málinu er vísað í hérað nú síðast var sú að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við málsmeðferðina í annað skiptið hafi verið fyrir hendi ákveðin gögn sem héraðsdómur hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til við fyrir úrlausn málsins fyrir héraðsdómi. Vegna þessa var litið svo á að ætla yrði að niðurstaða í dóminum um sönnunarmat kynni að vera röng að einhverju leyti. Þegar héraðsdómur tók svo málið til meðferðar í annað skipti átti dómurinn að vera fjölskipaður, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Það var hann ekki. Því vísaði Hæstiréttur málinu í hérað í annað sinn. Haukur Þór var dæmdur fyrir að millifæra tæplega 120 milljónum króna yfir á reikning NBI Holding Ltd. í miðju hruninu. Mikil óvissa var á mörkuðum og því ekki vitað hvað yrði um innistæður á reikningum bankans. Haukur Þór hélt því fram að hann ætlaði að bjarga fénu með því að leggja það á reikning félagsins sem var skráð á eyjunni Guernsey. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir aftur á móti að Haukur hefði ekki látið vita af fénu eða millifært það til baka þegar ljóst var að ríkið tryggði allar innistæður bankans. Þá var send fyrirspurn á hann vegna málsins með tölvupósti, og hann spurður út í félagið. Þá svaraði hann: „Ég þekki félagið. Tengdist greiða við Kaupþing fyrir margt löngu. Búið að biðja um að því verði lokað ásamt Trust því tengt." Ekki komst upp um millifærsluna fyrir en Deloitte kom upp um málið. Var hann því sakfelldur fyrir fjárdrátt. En það er ljóst að málinu er ekki lokið, nú fer það í þriðja skiptið til Hæstaréttar. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Auðvitað er það bara hörmulegt hvernig til hefur tekist með þetta mál," segir Gestur Jónsson, verjandi Hauks Þórs Haraldssonar, sem var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haukur Þór hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar, það er þá í þriðja skiptið sem það ratar þangað. Málsmeðferð Hauks hefur verið heldur brösugleg enda einnig í þriðja skiptið sem málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Í fyrstu var Haukur Þór sýknaður af öllum sökum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur hnekkti þeim dómi og sendi hann aftur í hérað. Svo var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. þeim dómi var svo vísað aftur í hérað. Ástæða þess að málinu er vísað í hérað nú síðast var sú að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við málsmeðferðina í annað skiptið hafi verið fyrir hendi ákveðin gögn sem héraðsdómur hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til við fyrir úrlausn málsins fyrir héraðsdómi. Vegna þessa var litið svo á að ætla yrði að niðurstaða í dóminum um sönnunarmat kynni að vera röng að einhverju leyti. Þegar héraðsdómur tók svo málið til meðferðar í annað skipti átti dómurinn að vera fjölskipaður, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Það var hann ekki. Því vísaði Hæstiréttur málinu í hérað í annað sinn. Haukur Þór var dæmdur fyrir að millifæra tæplega 120 milljónum króna yfir á reikning NBI Holding Ltd. í miðju hruninu. Mikil óvissa var á mörkuðum og því ekki vitað hvað yrði um innistæður á reikningum bankans. Haukur Þór hélt því fram að hann ætlaði að bjarga fénu með því að leggja það á reikning félagsins sem var skráð á eyjunni Guernsey. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir aftur á móti að Haukur hefði ekki látið vita af fénu eða millifært það til baka þegar ljóst var að ríkið tryggði allar innistæður bankans. Þá var send fyrirspurn á hann vegna málsins með tölvupósti, og hann spurður út í félagið. Þá svaraði hann: „Ég þekki félagið. Tengdist greiða við Kaupþing fyrir margt löngu. Búið að biðja um að því verði lokað ásamt Trust því tengt." Ekki komst upp um millifærsluna fyrir en Deloitte kom upp um málið. Var hann því sakfelldur fyrir fjárdrátt. En það er ljóst að málinu er ekki lokið, nú fer það í þriðja skiptið til Hæstaréttar.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira