Viðskipti innlent

Moody´s segir fyrirframgreiðslu lána jákvætt skref

Matsfyrirtækið Moody´s telur fyrirframgreiðslu ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum jákvætt skref fyrir bættu lánshæfismati, enda bætir hún skuldastöðu landsins svo og dregur úr flökti á gengi krónunnar.

Þetta kom fram í viðtali fréttaveitunnar Reuters við Kathrin Muelbronner, sérfræðing matsfyrirtækisins. Þó er hættan af gjaldeyrisútstreymi enn til staðar og samkvæmt Kathrin er ekki í kortunum í bráð að breyta lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs enda þarf fleira til þess að hafa áhrif á lánshæfismat.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hafa staðið óbreyttar allt frá því að fyrirtækið breytti horfum um þær úr stöðugar í neikvæðar í lok júlí árið 2010. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá fyrirtækinu fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri og erlendri mynt eru Baa3.

Í viðtalinu kemur fram að einn helsti þröskuldur í vegi fyrir bættu lánshæfismati sé afnám gjaldeyrishafta, sem er í samræmi við álit annarra matsfyrirtækja. Moody´s er eina matsfyrirtækið sem er með lánshæfismat ríkissjóðs á neikvæðum horfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×