Íslenskur bjór undir merkinu Black Death hefur verið valinn til sölu í yfir 100 verslunum Vinmonopolet í Noregi. Norskir bjórunnendur geta keypt bjórinn frá og með 7. júlí næstkomandi þegar fyrstu flöskurnar af þessum íslenska mjöð berast í verslanir í Noregi, en Black Death er bruggaður í ölgerð Vífilfells á Akureyri.
Upphaf þess að norska ríkiseinkasalan ákvað að taka Black Death til sölu í verslunum sínum var svokallað blindsmakk, þar sem innkaupastjórar og bragðgæðingar bragða „blint" á nýjum bjórtegundum. Bjórinn hlaut einróma lof fyrir gott bragð, en vörumerkið og umbúðirnar vöktu líka athygli. Forsvarsmenn innflutningsaðilans í Noregi telja að umbúðirnar eigi eftir að höfða til Norðmanna - ekki síst áhugafólks um þungarokk.
Það var þann 1. mars síðastliðinn að norska áfengisverslunin tilkynnti að íslenski bjórinn hafi orðið fyrir valinu. Hann var því í raun samþykktur í sölu í Noregi áður en hann fékk brautargengi á sínum eigin heimamarkaði - Íslandi. Black Death verður auk þess fáanlegur í margfalt fleiri verslunum þar ytra, en hann er aðeins að finna í þremur vínbúðum ÁTVR, eins og er.
Svarti dauði í útrás

Mest lesið

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent


Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent