Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir að eignasafn SpKef hafi verið ofmetið þegar ákveðið var að ráðast í stofnun sparisjóðsins þegar hann var endurreistur 2010. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að það kostar 19 milljarða að ríkistryggja innistæður sem voru í sparisjóðnum þegar hann var endurreistur.
„Því miður er það svo að eignasafnið reyndist ákaflega slæmt, i mjög slæmu ásigkomulagi. Því betur sem það var skoðað, því betur kom það í ljós hvernig staðan var," sagði Oddný Harðardóttir þegar Bjarni Benediktsson spurði hana út í málið á Alþingi í dag.
„Við eigum von á skýrslu sem rannsakar fall sparisjóðanna, hun kemur í haust. Þá trúi ég því að það komi í ljós hvers vegna þetta flaggskip Suðurnesjamanna fór svo illa sem raun bar vitni," segir Oddný
