Íslandsmeistaralið Vals í handknattleik fékk góðan liðsstyrk er Íris Ásta Pétursdóttir snéri aftur á Hlíðarenda.
Íris Ásta freistaði gæfunnar síðasta vetur hjá Gjövik í Noregi en er komin heim á nýjan leik. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val.
Íris Ásta varð Íslandsmeistari með Val árin 2010 og 2011.
