Tiger efstur eftir annan dag Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. júní 2012 10:00 Tiger Woods einbeittur í sandinum MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. Keppt er á Olympic Club´s Lake-vellinum í San Francisco sem þykir afar erfiður og hefur valdið mörgum af bestu kylfingum heims miklum vandræðum. Phil Mickelson og Rickie Fowler rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn svo dæmi sé tekið. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn er efsti maður heimslistans Luke Donald. Hann lék á níu höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi og þurfti að leika undir pari til að komast áfram. Það gekk ekki því hann lék annan daginn á einu yfir pari og er því úr leik líkt og Norður-Írinn Rory McIlroy, Bubba Watson og Daninn Thomas Björn. Táningurinn Andy Zhang sem er aðeins fjórtán ára gamall lék alls á 16 yfir pari en aðeins þeir kylfingar sem léku á átta höggum yfir pari eða betur komust áfram í gegnum niðurskurðinn. Tiger Woods þykir vera farinn að nálgast sitt besta form og munar mest um að takturinn í sveiflu hans er mun betri en hann hefur verið um árabil. Tiger hefur níu sinnum verið í efsta sæti eftir annan keppnisdag á stórmóti og átta þeirra móta sigraði hann. Woods á þó ekki sigurinn vísan því hann þarf að keppa við tvo kylfinga sem hafa reynslu af því að sigra stórmót auk þess sem þeir Toms og Furyk þykja mjög góðir á erfiðum vellinum. Furyk er mjög leikreyndur og vann US Open 2003. Toms slær að jafnaði mjög beint og lendir því sjaldan í vandræðum en hann vann PGA meistaramótið 2001. Norður-Írinn Graeme McDowell, sem sigraði US Open 2010, er aðeins tveimur höggum á eftir Toms, Furyk og Tiger ásamt John Peterson, Rúmenanum Nicholas Colsaerts og Michael Thompson sem var efstur eftir fyrsta keppnisdag en hann lék fimm yfir pari á öðrum keppnisdegi. Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. Keppt er á Olympic Club´s Lake-vellinum í San Francisco sem þykir afar erfiður og hefur valdið mörgum af bestu kylfingum heims miklum vandræðum. Phil Mickelson og Rickie Fowler rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn svo dæmi sé tekið. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn er efsti maður heimslistans Luke Donald. Hann lék á níu höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi og þurfti að leika undir pari til að komast áfram. Það gekk ekki því hann lék annan daginn á einu yfir pari og er því úr leik líkt og Norður-Írinn Rory McIlroy, Bubba Watson og Daninn Thomas Björn. Táningurinn Andy Zhang sem er aðeins fjórtán ára gamall lék alls á 16 yfir pari en aðeins þeir kylfingar sem léku á átta höggum yfir pari eða betur komust áfram í gegnum niðurskurðinn. Tiger Woods þykir vera farinn að nálgast sitt besta form og munar mest um að takturinn í sveiflu hans er mun betri en hann hefur verið um árabil. Tiger hefur níu sinnum verið í efsta sæti eftir annan keppnisdag á stórmóti og átta þeirra móta sigraði hann. Woods á þó ekki sigurinn vísan því hann þarf að keppa við tvo kylfinga sem hafa reynslu af því að sigra stórmót auk þess sem þeir Toms og Furyk þykja mjög góðir á erfiðum vellinum. Furyk er mjög leikreyndur og vann US Open 2003. Toms slær að jafnaði mjög beint og lendir því sjaldan í vandræðum en hann vann PGA meistaramótið 2001. Norður-Írinn Graeme McDowell, sem sigraði US Open 2010, er aðeins tveimur höggum á eftir Toms, Furyk og Tiger ásamt John Peterson, Rúmenanum Nicholas Colsaerts og Michael Thompson sem var efstur eftir fyrsta keppnisdag en hann lék fimm yfir pari á öðrum keppnisdegi.
Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira