Að birta til hjá McIlroy - efstur eftir 2 daga í Memphis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 11:30 Rory McIlroy. Mynd/Nordic Photos/Getty Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira