Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Dexia Crédit Local bankann um breytingar á afborgunum lána, meðal annars seinkun gjalddaga árið 2013. Afborganirnar, sem samningurinn nær til, nema um 5,4 milljörðum króna. Samningurinn styrkir framkvæmd aðgerðaáætlunar OR og eigenda hennar sem samþykkt var vorið 2011 og unnið hefur verið eftir síðan. Jafnframt dregur úr þörf OR fyrir erlendan gjaldeyri næstu misserin.
Eins og fram hefur komið í útgefnum upplýsingum OR um fjárhagsstöðuna er árið 2013 þungt í afborgunum af lánum fyrirtækisins. Með samningnum nú, sem eigendur OR þurfa að staðfesta, er létt af afborgunarbyrði þess árs. Með því er rennt traustari stoðum undir aðgerðaráætlun sem samþykkt var í stjórn OR í mars 2011 og ætlað var að bæta sjóðstreymi fyrirtækisins um 50 milljarða króna á árabilinu 2011 til og með 2016.
OR semur um breytingar á afborgunum lána

Mest lesið


Þrjú ráðin til Landsbyggðar
Viðskipti innlent


Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra
Viðskipti innlent

Skattakóngurinn flytur úr landi
Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður
Viðskipti innlent

Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst
Viðskipti innlent


