Handbolti

Dagur: Mikilvægasti leikur ferilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar
Dagur Sigurðsson var kokhraustur fyrir undanúrslitaleikinn gegn hinu geysisterka liði Kiel í Meistaradeild Evrópu í morgun.

„Markmið okkar er að vinna Kiel," sagði Dagur á blaðamannafundi í Köln í gær en þar fer úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fram. „Við höfum engu að tapa og er Kiel undir mun meiri pressu en við. Það gæti reynst okkur vel."

„Við höfum áður sýnt að við getum komið á óvart. Ég tel að þessi leikur sé sá allra mikilvægasti sem ég hef tekið þátt í á ferlinum."

Hann segist ekkert hafa velt því fyrir sér hvaða liði hann vilji mæta í úrslitum komist Füchse Berlin þangað. „Ég hef eingöngu verið að hugsa um leikinn gegn Kiel. Hvað mig varðar hættir jörðin að snúast á laugardagskvöldið. Við vitum vel að við erum mögulega að fara við besta lið allra tíma. En við eigum samt möguleika."

Skyttan Sven-Sören Christophersen tók í svipaðan streng. „Við komum ekki sem túristar til Kölnar og við ætlum ekki bara að liggja hér í sólbaði. Við bindum vonir við okkar möguleika í leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×