Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þrotabús GH1, áður Capacent, um að það greiddi til baka 15,9 milljónir króna sem greiddar voru til ríkisins vegna skulda GH1 á opinberrum gjöldum skömmu fyrir þrot þess.
Forsaga málsins er nokkuð löng. GH1 hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í október 2010 en í aðdraganda þrotsins deildu þáverandi forsvarsmenn félagsins við Íslandsbanka, viðskiptabanka félagsins, um hvernig ætti að taka á alvarlegum skuldavanda þess, en við gjaldþrotið voru skuldir félagsins um 1,6 milljarðar króna. Forsvarsmenn Capacent gerðu Íslandsbanka tilboð sem fól í sér að skuldir yrðu lækkaðar í 250 milljónir og nýtt hlutafé yrði gefið út.
Bankinn varð ekki við þessu og taldi ekkert annað koma til greina en að setja félagið í þrot. Forsvarsmenn GH1 brugðust þá við með því að flytja eignir yfir á nýja kennitölu, félagsins CC200 (nú Capacent ehf.), í andstöðu við fyrirmæli Íslandsbanka. GH1 var síðan fljótlega gefið upp til skipta.
Í framhaldi voru síðan meðal annars teknar útaf reikningi GH1 tugir milljóna, og var hluti af þeirri upphæð, um 15,9 milljónir, greiddur til Tollstjórans í Reykjavík, sem innheimtir opinber gjöld fyrir hönd ríkisins.
Þessari greiðslu vildi þrotabúið rifta, en dómurinn felst ekki á það, þar sem fjármunir hafi verið teknir af launamönnum félagsins og eðlilegt hafi verið að gera upp skuldina. Sérstaklega er tekið fram í dómnum að flutningur eigna fyrir á nýja kennitölu, og samskipti Íslandsbanka og GH1 í aðdraganda gjaldþrots félagsins, hafi ekki verið til umfjöllunar í þessu máli, heldur einungis það hvort rifta bæri tiltekinni greiðslu vegna skulda á opinberum gjöldum.
Þrotabú GH1 var dæmt til þess að greiða íslenska ríkinu 400 hundruð þúsund í málskostnað, og einnig þeim Yngva Þór Elliðasyni og Kristjáni Kristjánssyni, sem stefnt var sem forsvarsmönnum GH1, þegar greiðslan til ríkisins átti sér stað.
Sjá má dóm Héraðsdóms frá því í dag hér.
Íslenska ríkið sýknað af kröfu þrotabús gamla Capacent

Mest lesið


Keyra á orkudrykkjamarkaðinn
Viðskipti innlent

Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna
Viðskipti innlent

„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“
Viðskipti innlent


Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna?
Viðskipti innlent

Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur
Viðskipti innlent

Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys
Viðskipti innlent

Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Kaupa Gompute
Viðskipti innlent