Sögðu lán til stjórnenda Kaupþings jafn trygg og annarra 7. maí 2012 19:15 Veð fyrir lánum til stjórnenda Kaupþings voru veikari en hjá öðrum viðskiptavinum bankans þó hinu gagnstæða hafi verið haldið fram í árshlutauppgjöri bankans á árinu 2008, að því er fram komi í máli lögmanns þrotabús Kaupþings fyrir dómi í dag. Þrotabúið krefst þess að Sigurður Einarsson greiði 550 milljónir. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun krafðist lögmaður þrotabúss Kaupþings þess að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, myndi greiða 550 milljóna króna skuld. Hún er þó aðeins tíu prósent af heildarlánum bankans til hans vegna kaupa á hlutabréfum. Sigurður hefur neitað því að greiða skuldina, og horfir m.a. til ákvörðunar æðstu stjórnar bankans frá 25. september 2008, um þremur vikum fyrir fall bankans, um að aflétta persónulegum ábyrgðum af skuldum starfsmanna bankans vegna hlutabréfakaupa. Heildarskuld Sigurðar vegna hlutabréfakaupa nam við fall bankans 5,5 milljörðum króna, en ákvæði í lánasamningum hans sagði til um að hann væri aðeins í ábyrgðum fyrir um 550 milljónum, eða sem nemur 10 prósent af heildarfjárhæðinni. Heildararðgreiðslur til Sigurðar á árunum 2005 til og með 2008 námu um 430 milljónum, og því gaf hlutabréfaeignin tímabundið vel af sér. Guðni Ásþór Haraldsson, sem flutti málið í morgun fyrir hönd þrotabús Kaupþings, minntist á það í málflutningi sínum, að í árshlutauppgjöri Kaupþings á árinu 2008, sem endurskoðað var af endurskoðendum KPMG, væri sérstaklega á það minnst að veð fyrir lánum til stjórnenda bankans væru sambærileg og hjá öðrum viðskiptavinum Kaupþings, en því fór hins vegar víðsfjarri, eins og ákvæðið um takmarkaða ábyrgð á láni Sigurðar sýnir. Sigurður mætti ekki sjálfur við aðalmeðferð málsins, en Gestur Jónsson lögmaður hans mótmælti kröfu þrotabúsins og vísaði greinargerð Sigurðar fyrir dómi. Málið bíður nú dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Veð fyrir lánum til stjórnenda Kaupþings voru veikari en hjá öðrum viðskiptavinum bankans þó hinu gagnstæða hafi verið haldið fram í árshlutauppgjöri bankans á árinu 2008, að því er fram komi í máli lögmanns þrotabús Kaupþings fyrir dómi í dag. Þrotabúið krefst þess að Sigurður Einarsson greiði 550 milljónir. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun krafðist lögmaður þrotabúss Kaupþings þess að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, myndi greiða 550 milljóna króna skuld. Hún er þó aðeins tíu prósent af heildarlánum bankans til hans vegna kaupa á hlutabréfum. Sigurður hefur neitað því að greiða skuldina, og horfir m.a. til ákvörðunar æðstu stjórnar bankans frá 25. september 2008, um þremur vikum fyrir fall bankans, um að aflétta persónulegum ábyrgðum af skuldum starfsmanna bankans vegna hlutabréfakaupa. Heildarskuld Sigurðar vegna hlutabréfakaupa nam við fall bankans 5,5 milljörðum króna, en ákvæði í lánasamningum hans sagði til um að hann væri aðeins í ábyrgðum fyrir um 550 milljónum, eða sem nemur 10 prósent af heildarfjárhæðinni. Heildararðgreiðslur til Sigurðar á árunum 2005 til og með 2008 námu um 430 milljónum, og því gaf hlutabréfaeignin tímabundið vel af sér. Guðni Ásþór Haraldsson, sem flutti málið í morgun fyrir hönd þrotabús Kaupþings, minntist á það í málflutningi sínum, að í árshlutauppgjöri Kaupþings á árinu 2008, sem endurskoðað var af endurskoðendum KPMG, væri sérstaklega á það minnst að veð fyrir lánum til stjórnenda bankans væru sambærileg og hjá öðrum viðskiptavinum Kaupþings, en því fór hins vegar víðsfjarri, eins og ákvæðið um takmarkaða ábyrgð á láni Sigurðar sýnir. Sigurður mætti ekki sjálfur við aðalmeðferð málsins, en Gestur Jónsson lögmaður hans mótmælti kröfu þrotabúsins og vísaði greinargerð Sigurðar fyrir dómi. Málið bíður nú dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira