Pólitísk yfirlýsing hjá Evrópska fjárfestingarbankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2012 12:12 Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ. Hann segir ákvörðun Evrópska fjárfestingarbankans vera vísbendingu um að bankinn telji það ekki útilokað að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið. „Þetta er svolítið pólitísk yfirlýsing, því þetta er ekki venjulegur einkabanki heldur alþjóðastofnun í eigu opinberra aðila. Það að þannig stofnun geri það er alvarlegra en ef einkabanki færi fram á slíka skilmála," segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði um þá ákvörðun Evrópska fjárfestingarbankans að fara fram á skilmála um drökmuna í lánasamningum við grísk fyrirtæki. Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. Jafnframt eru ný ákvæði í lánasamningum um að samningarnir heyri undir breska löggjöf ef það verða óreglulegar greiðslur, eða vanskil á samningunum, en frá þessu er greint á fréttavef gríska dagblaðsins Ekathimerini. Fyrsta ákvæði af þessu tagi var sett í lánasamning stærsta orkufyrirtækis Grikklands, PPC, sem vísaði málinu til fjármálaráðuneytis Grikklands. Af þessu tilefni hóf gríska fjármálaráðuneytið viðræður við Evrópska fjárfestingarbankann þegar lá fyrir að þetta ákvæði myndi ekki taka til þessa eina fyrirtækis heldur allra grískra fyrirtækja sem ættu viðskipti við bankann. Heimildir gríska blaðsins herma að ákvæði um hugsanlega gjaldmiðlabreytingu verði tekin upp í lánasamningum allra ríkja sem fá fjárhagsaðstoð, þ.e Grikklands, Portúgals og Írlands og fleiri ríkja og muni í fyllingu tímans ná til allra evruríkjanna. „Það verður eiginlega að túlka það þannig að þeir líti svo á að þetta sé ekki útilokað en það segir ekki til um hversu miklar líkur þeir telji að ein eða fleiri þjóðir hætti í evrusamstarfinu," segir Gylfi Magnússon. „Það er svo sem eðlilegt í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið og þeirra sviptinga að fjármálastofnanir reyni að verja sig fyrir öllum hugsanlegum uppákomum, sama hversu líklegar eða ólíklegar þær eru. (...) Þetta er (samt) svolítið pólitísk yfirlýsing, því þetta er ekki venjulegur einkabanki heldur alþjóðastofnun í eigu opinberra aðila. Það að þannig stofnun geri það er alvarlegra en ef einkabanki færi fram á slíka skilmála." Tengdar fréttir Evrópski fjárfestingarbankinn vildi ákvæði um drökmuna í samninga Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. 22. apríl 2012 10:45 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
„Þetta er svolítið pólitísk yfirlýsing, því þetta er ekki venjulegur einkabanki heldur alþjóðastofnun í eigu opinberra aðila. Það að þannig stofnun geri það er alvarlegra en ef einkabanki færi fram á slíka skilmála," segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði um þá ákvörðun Evrópska fjárfestingarbankans að fara fram á skilmála um drökmuna í lánasamningum við grísk fyrirtæki. Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. Jafnframt eru ný ákvæði í lánasamningum um að samningarnir heyri undir breska löggjöf ef það verða óreglulegar greiðslur, eða vanskil á samningunum, en frá þessu er greint á fréttavef gríska dagblaðsins Ekathimerini. Fyrsta ákvæði af þessu tagi var sett í lánasamning stærsta orkufyrirtækis Grikklands, PPC, sem vísaði málinu til fjármálaráðuneytis Grikklands. Af þessu tilefni hóf gríska fjármálaráðuneytið viðræður við Evrópska fjárfestingarbankann þegar lá fyrir að þetta ákvæði myndi ekki taka til þessa eina fyrirtækis heldur allra grískra fyrirtækja sem ættu viðskipti við bankann. Heimildir gríska blaðsins herma að ákvæði um hugsanlega gjaldmiðlabreytingu verði tekin upp í lánasamningum allra ríkja sem fá fjárhagsaðstoð, þ.e Grikklands, Portúgals og Írlands og fleiri ríkja og muni í fyllingu tímans ná til allra evruríkjanna. „Það verður eiginlega að túlka það þannig að þeir líti svo á að þetta sé ekki útilokað en það segir ekki til um hversu miklar líkur þeir telji að ein eða fleiri þjóðir hætti í evrusamstarfinu," segir Gylfi Magnússon. „Það er svo sem eðlilegt í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið og þeirra sviptinga að fjármálastofnanir reyni að verja sig fyrir öllum hugsanlegum uppákomum, sama hversu líklegar eða ólíklegar þær eru. (...) Þetta er (samt) svolítið pólitísk yfirlýsing, því þetta er ekki venjulegur einkabanki heldur alþjóðastofnun í eigu opinberra aðila. Það að þannig stofnun geri það er alvarlegra en ef einkabanki færi fram á slíka skilmála."
Tengdar fréttir Evrópski fjárfestingarbankinn vildi ákvæði um drökmuna í samninga Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. 22. apríl 2012 10:45 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Evrópski fjárfestingarbankinn vildi ákvæði um drökmuna í samninga Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. 22. apríl 2012 10:45