Viðskipti innlent

Oddný: Nauðsynlegt að rannsaka virkjunarkosti í biðflokki betur

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra.
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra. mynd/ sigurjón.
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir að Ísland standi frammi fyrir miklum tækifærum í framtíðinni vegna umhverfisvænnar orku sem hér er nýtt til raforkuframleiðslu. Til framtíðar litið geti skynsamleg nýting orkunnar skipt sköpum við að efla lífskjör í landinu. „Til hamingju með Landsvirkjun," sagði hún í lok ræðu sinnar, á aðalfundi Landsvirkjunar sem nú stendur yfir í Silfurbergssalnum í Hörpu. Hún sagði Landsvirkjun einstaklega þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki í ljósi þess að það væri stærsta opinbera fyrirtæki landsins og að starfsemin varðaði almannahag.

Oddný sagði vinnu við rammáætlunina hafa verið faglega. Hún sagði þá virkjunarkosti sem nú væru í svokölluðum biðflokki væru þar vegna þess að nauðsynlegt væri að rannsaka tiltekna þætti betur, meðal annars í neðri hluta Þjórsár. Að loknum frekari rannsóknum yrðu teknar upplýstar ákvarðanir um hvað væri skynsamlegt að gera með nýtingu og náttúruvernd í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×