Viðskipti innlent

Bryndís: Vitlaust að stjórnir ákvarði ekki laun stjórnenda

Bryndís Hlöðversdóttir.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar, sem nú stendur yfir í Silfurbergssalnum í Hörpu, það óheppilegt að fella kjör stjórnenda samkeppnisfyrirtækja undir kjararáð eða aðra en stjórn félaganna. Sagði hún það ekki skipta máli hvort um opinber fyrirtæki væri að ræða, því starfskjarastefna fyrirtækja á samkeppnismarkaði skipti miklu máli við heildarstefnumótun. Þess vegna ættu stjórnir fyrirtækja alltaf að hafa starfskjarastefnu á sínu borði.

Starfskjör forstjóra Landsvirkjunar voru felld undir kjararáð eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, árið 2009.

Bryndís sagði enn fremur að mikil tækifæri blöstu við Landsvirkjun, ekki síst vegna mikilla breytinga á alþjóðamörkuðum þar sem raforka hefði hækkað mikið í verði. M.a. þess vegna, og vegna tækniframfara, væri lagning sæstrengs til Evrópu og sala á raforku um hann, nú raunhæfur kostur fyrir Landsvirkjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×