Viðskipti innlent

Stór eldisstöð fyrir flatfisk í burðaliðnum á Suðurnesjum

Affallið frá orkuverinu verður notað í eldisstöðinni.
Affallið frá orkuverinu verður notað í eldisstöðinni.
Hafnar eru framkvæmdir við gerð eldisstöðvar fyrir flatfisk, í grennd við orkuver HS Orku á Reykjanesi og verður hún stærsta stöð sinnar tegundar í heiminum þegar hún verður fullgerð.

Öll tilskilin leyfi liggja fyrir og hefur stöðin fengið sjö hektara landssvæði til afnota. Flatfiskurinn sandflúra verður ræktuð í stöðinni og verða öll eldisker undir þaki. Sandflúran, sem er mjög dýr og eftirsótt, er hlýsjávarfiskur og verður notast við afrennsli frá orkuverinu til að ná réttu hitastigi.

Afrennslið er sjór, sem dælt er inn í orkuverið til að kæla hverfla, en rennur nú ónotaðu í sjóinn aftur. Það er norska samsteypan Stolt Seafarm, sem stendur að framkvæmdinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×