MS ræðst í milljarða fjárfestingu 13. apríl 2012 10:06 Einar Sigurðsson, forstjóri MS. Mjólkursamsalan, MS, sem er afurðafyrirtæki í eigu íslenskra kúabænda, ræðst á næstu mánuðum í 1,5 til tveggja milljarða króna fjárfestingar og breytingar á skipulagi í stærstu afurðastöðvum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrir MS. Markmiðið er að ná fram frekari hagræðingu, sem ætlað er að skili sér í vöruverði til neytenda og hráefnisverði til bænda auk þess að skapa nýja möguleika til að flytja út skyr, osta og mysuafurðir, að því er segir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir að endurnýja og stækka ostaframleiðslu á Akureyri, endurnýja framleiðslu á sýrðum mjólkurvörum á Selfossi, færa saman á Selfossi mjólkurpökkun sem hefur verið þar og í Reykjavík og endurnýja ostapökkun í Reykjavík og byggja þar upp stóra birgðastöð og dreifistöð. „Mjólkursamsalan hefur á undanförnum árum náð umtalsverðum árangri í hagræðingu og sparnaði", segir Einar Sigurðsson, forstjóri félagsins í tilkynningu. Kostnaður við söfnun, vinnslu og dreifingu mjólkur og mjólkurafurða hefur verið lækkaður um 2 milljarða króna á ársgrunni. Þessi ávinningur hefur átt mestan þátt í að halda hér niðri verði mjólkurvara á sama tíma og eldsneytisverð, orkuverð, erlend aðföng og hráefnisverð til bænda hefur hækkað verulega vegna kostnaðarhækkana þeirra." „Mjólkursamsalan þarf stöðugt að þróa starfsemi sína og leita hagræðingarkosta. Við gerum ráð fyrir að þurfa að mæta innflutningi einhverra mjólkurafurða á næstu árum. Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á að gera vinnsluna hér heima sem hagkvæmasta og styrkja gæðaímynd íslenskra mjólkurafurða," segir Einar Sigurðsson. Mjólkursamsalan sinnir öllum skyrútflutningi frá landinu með framleiðslu frá Selfossi. Með þessum fyrirhuguðu breytingum eykst framleiðslugetan og geymsluþol eykst sem gefur færi á að flytja skyr lengri vegalengdir. Framleiðslugeta fyrir ost á Akureyri verður aukin með nýjum ostapressum, að því er segir í tilkynninngunni. „Þetta ásamt framleiðslu á mysuafurðum sem falla til við ostaframleiðsluna mun fjölga útflutningsmöguleikum." Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Mjólkursamsalan, MS, sem er afurðafyrirtæki í eigu íslenskra kúabænda, ræðst á næstu mánuðum í 1,5 til tveggja milljarða króna fjárfestingar og breytingar á skipulagi í stærstu afurðastöðvum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrir MS. Markmiðið er að ná fram frekari hagræðingu, sem ætlað er að skili sér í vöruverði til neytenda og hráefnisverði til bænda auk þess að skapa nýja möguleika til að flytja út skyr, osta og mysuafurðir, að því er segir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir að endurnýja og stækka ostaframleiðslu á Akureyri, endurnýja framleiðslu á sýrðum mjólkurvörum á Selfossi, færa saman á Selfossi mjólkurpökkun sem hefur verið þar og í Reykjavík og endurnýja ostapökkun í Reykjavík og byggja þar upp stóra birgðastöð og dreifistöð. „Mjólkursamsalan hefur á undanförnum árum náð umtalsverðum árangri í hagræðingu og sparnaði", segir Einar Sigurðsson, forstjóri félagsins í tilkynningu. Kostnaður við söfnun, vinnslu og dreifingu mjólkur og mjólkurafurða hefur verið lækkaður um 2 milljarða króna á ársgrunni. Þessi ávinningur hefur átt mestan þátt í að halda hér niðri verði mjólkurvara á sama tíma og eldsneytisverð, orkuverð, erlend aðföng og hráefnisverð til bænda hefur hækkað verulega vegna kostnaðarhækkana þeirra." „Mjólkursamsalan þarf stöðugt að þróa starfsemi sína og leita hagræðingarkosta. Við gerum ráð fyrir að þurfa að mæta innflutningi einhverra mjólkurafurða á næstu árum. Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á að gera vinnsluna hér heima sem hagkvæmasta og styrkja gæðaímynd íslenskra mjólkurafurða," segir Einar Sigurðsson. Mjólkursamsalan sinnir öllum skyrútflutningi frá landinu með framleiðslu frá Selfossi. Með þessum fyrirhuguðu breytingum eykst framleiðslugetan og geymsluþol eykst sem gefur færi á að flytja skyr lengri vegalengdir. Framleiðslugeta fyrir ost á Akureyri verður aukin með nýjum ostapressum, að því er segir í tilkynninngunni. „Þetta ásamt framleiðslu á mysuafurðum sem falla til við ostaframleiðsluna mun fjölga útflutningsmöguleikum."
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira