Stjórn AGS lýkur reglubundnu eftirliti 13. apríl 2012 11:43 Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur lokið reglubundinni úttekt á íslensku efnahagslífi samkvæmt reglugerð fjögur og birti skýrslu þess efnis í gær samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé hægt og bítandi að jafna sig eftir efnahagshrun. Landsframleiðsla hefur vaxið um rúm 3 prósent á árinu 2011, knúin af einkaneyslu og aukinni fjárfestingu. Dregið hefur jafnt og þétt úr atvinnuleysi, sem nú stendur í 7 prósent. Verðbólga er þó enn of mikil. Viðskiptajöfnuður helst jákvæður, en krónan hefur engu að síður veikst, að hluta vegna endurgreiðslu erlendra skulda einkageirans. Jöfnuður í ríkisfjármálum nálgast, en hægar en búist var við í upphafi. Útgjöld voru meiri árið 2011 en áður var gert ráð fyrir og haldast þau að einhverju leyti árið 2012 og eitthvað lengur. AGS hvetur til þess að gripið verði til aðgerða upp á ½ prósent af landsframleiðslu í fjárlögum til þess að koma ríkisfjármálum aftur á upphaflega braut. Þá telur sjóðurinn að stýrivextir þurfi að hækka vegna aukins verðbólguþrýstings og verðbólguvæntinga yfir markmiði Seðlabankans. Hækkandi vextir styðji einnig við afnám gjaldeyrishafta. Afnám hafta sé ein stærsta áskorun stjórnmálanna vegna umfangs svokallaðra aflandskróna og því þurfi að losa höftin hægt og varlega, með tilliti til styrks viðskiptajöfnuðar, gjaldeyrisforða og fjármálastöðugleika. Mikill árangur hefur náðst í endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja að mati AGS. Þrýstingur á frekari aðgerðir fyrir heimilin er enn mikill, en að mati sjóðsins gætu þær aðgerðir haft afleiðingar fyrir ríkissjóð og skuldahlutfall hins opinbera, sem enn er mjög hátt. Loks hvetur sjóðurinn til frekari aðgerða til að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og draga úr veikleikum þess.Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur lokið reglubundinni úttekt á íslensku efnahagslífi samkvæmt reglugerð fjögur og birti skýrslu þess efnis í gær samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé hægt og bítandi að jafna sig eftir efnahagshrun. Landsframleiðsla hefur vaxið um rúm 3 prósent á árinu 2011, knúin af einkaneyslu og aukinni fjárfestingu. Dregið hefur jafnt og þétt úr atvinnuleysi, sem nú stendur í 7 prósent. Verðbólga er þó enn of mikil. Viðskiptajöfnuður helst jákvæður, en krónan hefur engu að síður veikst, að hluta vegna endurgreiðslu erlendra skulda einkageirans. Jöfnuður í ríkisfjármálum nálgast, en hægar en búist var við í upphafi. Útgjöld voru meiri árið 2011 en áður var gert ráð fyrir og haldast þau að einhverju leyti árið 2012 og eitthvað lengur. AGS hvetur til þess að gripið verði til aðgerða upp á ½ prósent af landsframleiðslu í fjárlögum til þess að koma ríkisfjármálum aftur á upphaflega braut. Þá telur sjóðurinn að stýrivextir þurfi að hækka vegna aukins verðbólguþrýstings og verðbólguvæntinga yfir markmiði Seðlabankans. Hækkandi vextir styðji einnig við afnám gjaldeyrishafta. Afnám hafta sé ein stærsta áskorun stjórnmálanna vegna umfangs svokallaðra aflandskróna og því þurfi að losa höftin hægt og varlega, með tilliti til styrks viðskiptajöfnuðar, gjaldeyrisforða og fjármálastöðugleika. Mikill árangur hefur náðst í endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja að mati AGS. Þrýstingur á frekari aðgerðir fyrir heimilin er enn mikill, en að mati sjóðsins gætu þær aðgerðir haft afleiðingar fyrir ríkissjóð og skuldahlutfall hins opinbera, sem enn er mjög hátt. Loks hvetur sjóðurinn til frekari aðgerða til að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og draga úr veikleikum þess.Skýrsluna má lesa í heild sinni hér:
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf