Viðskipti innlent

Björgólfur mun líklega ekki hagnast á Actavis sölunni

Björgólfur Thor.
Björgólfur Thor.
Þótt fátt sé fast í hendi varðandi fyrirhugaða sölu á samheitalyfjarisanum Actavis er enn sem komið er ekki ástæða til þess að ætla að Björgólfur Thor Björgólfsson muni hagnast persónulega og fá jafnvel tugi milljarða ef takast mun að selja Actavis, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.

Í erlendum fjölmiðlum eins og Reuters hefur verðmiðinn á Actavis verið sagður 5 til 5,5 milljarðar evra.

Eins og fréttastofan hefur áður greint frá á Björgólfur Thor og lykilstjórnendur Actavis að fá í sinn hlut 30% hlut af söluverði Actavis umfram fimm milljarða evra. Af umræddum 30% kæmu þá 80% persónulega í hlut Björgólfs Thors.

Miðað við það verð sem greitt var fyrir Actavis 2007 er útlit fyrir að Björgólfur Thor kunni að koma aðeins út á sléttu í þessum viðskiptum, en þess má geta að fyrir aðeins örfáum árum var verðmæti Actavis talið nema allt að átta milljörðum evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×