Viðskipti innlent

Segir Brynjólf þurfa að íhuga stöðu sína sem framkvæmdastjóri

Mörður Árnason þingmaður Samfylkinginnar segir í Fréttatímanum í dag að Brynjólfur Bjarnason fyrrum forstjóri Símans hljóti að skoða stöðu sína sem framkvæmdarstjóri Framtakssjóðs í ljósi nýjustu sektar Símans undir hans stjórn sem hljóðar upp á 440 milljónir króna.

Mörður spyr hver sé munurinn á þeirri stöðu sem upp er komin og þegar Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóri þurfti að hætta vegna þátttöku í máli sem nú er verið að leiða til lykta. Ætluð brot Símans áttu sér stað á sex ára tímabili þegar Brynjólfur var þar forstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×