Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna einokunar á bjórmarkaði 30. mars 2012 19:24 Eigendur Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda sökuðu í gær Vífilfell og Egils um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og í dag sendi eigandi Brugghússins Gæðingur Öl samkeppniseftirlitinu erindi þar sem hann tekur undir þau orð en hann hefur frá því um mitt síðasta sumar reynt með takmörkuðum árangri að komast inn á markaðinn. „Það var einn maður til dæmis sem ég hafði munnlegt samkomulag um að hann keypti af mér dælubjór en svo þegar ég ætlaði að koma til að setja upp dælurnar þá sagði hann „Við skulum bíða með þetta. Ég er að endurnýja samning við Vífilfell og þeir eru erfiðir." Ég tel að það skipulag sem þeir tveir aðilar hafa komið á í viðskiptum sínum við bari og veitingahús geri nýjum aðilum ókleift að komast inn á þennan markað." Hann segist vita til þess að aðilarnir tveir hafi gert samninga við nokkra staði um að selja eingöngu bjórtegundir frá þeim og að þeir séu að fjárfesta í innanstokksmunum staða á borð við dælur og kæla. „Mér finnst í raun og veru óeðlilegt að birgjarnir geti fjárfest svona mikið í börunum og gert eigendur háða sér, eða skuldbundna sér." Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stærri fyrirtæki á mörkuðum þurfa að fara varlega í samningsgerð við endurseljendur. „Sem að hindra með einhverjum hætti nýrri aðila eða smærri aðila til þess að komast inn á markaðinn eða efla sig þar. Slíkir samningar geta verið brot á samkeppnislögum en það þarf að skoða þetta í hverju tilviki og nú munum við taka afstöðu til þess hvort að það þurfi að skoða þennan markað," segir Páll Gunnar Pálsson. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Eigendur Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda sökuðu í gær Vífilfell og Egils um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og í dag sendi eigandi Brugghússins Gæðingur Öl samkeppniseftirlitinu erindi þar sem hann tekur undir þau orð en hann hefur frá því um mitt síðasta sumar reynt með takmörkuðum árangri að komast inn á markaðinn. „Það var einn maður til dæmis sem ég hafði munnlegt samkomulag um að hann keypti af mér dælubjór en svo þegar ég ætlaði að koma til að setja upp dælurnar þá sagði hann „Við skulum bíða með þetta. Ég er að endurnýja samning við Vífilfell og þeir eru erfiðir." Ég tel að það skipulag sem þeir tveir aðilar hafa komið á í viðskiptum sínum við bari og veitingahús geri nýjum aðilum ókleift að komast inn á þennan markað." Hann segist vita til þess að aðilarnir tveir hafi gert samninga við nokkra staði um að selja eingöngu bjórtegundir frá þeim og að þeir séu að fjárfesta í innanstokksmunum staða á borð við dælur og kæla. „Mér finnst í raun og veru óeðlilegt að birgjarnir geti fjárfest svona mikið í börunum og gert eigendur háða sér, eða skuldbundna sér." Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stærri fyrirtæki á mörkuðum þurfa að fara varlega í samningsgerð við endurseljendur. „Sem að hindra með einhverjum hætti nýrri aðila eða smærri aðila til þess að komast inn á markaðinn eða efla sig þar. Slíkir samningar geta verið brot á samkeppnislögum en það þarf að skoða þetta í hverju tilviki og nú munum við taka afstöðu til þess hvort að það þurfi að skoða þennan markað," segir Páll Gunnar Pálsson.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira