Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna einokunar á bjórmarkaði 30. mars 2012 19:24 Eigendur Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda sökuðu í gær Vífilfell og Egils um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og í dag sendi eigandi Brugghússins Gæðingur Öl samkeppniseftirlitinu erindi þar sem hann tekur undir þau orð en hann hefur frá því um mitt síðasta sumar reynt með takmörkuðum árangri að komast inn á markaðinn. „Það var einn maður til dæmis sem ég hafði munnlegt samkomulag um að hann keypti af mér dælubjór en svo þegar ég ætlaði að koma til að setja upp dælurnar þá sagði hann „Við skulum bíða með þetta. Ég er að endurnýja samning við Vífilfell og þeir eru erfiðir." Ég tel að það skipulag sem þeir tveir aðilar hafa komið á í viðskiptum sínum við bari og veitingahús geri nýjum aðilum ókleift að komast inn á þennan markað." Hann segist vita til þess að aðilarnir tveir hafi gert samninga við nokkra staði um að selja eingöngu bjórtegundir frá þeim og að þeir séu að fjárfesta í innanstokksmunum staða á borð við dælur og kæla. „Mér finnst í raun og veru óeðlilegt að birgjarnir geti fjárfest svona mikið í börunum og gert eigendur háða sér, eða skuldbundna sér." Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stærri fyrirtæki á mörkuðum þurfa að fara varlega í samningsgerð við endurseljendur. „Sem að hindra með einhverjum hætti nýrri aðila eða smærri aðila til þess að komast inn á markaðinn eða efla sig þar. Slíkir samningar geta verið brot á samkeppnislögum en það þarf að skoða þetta í hverju tilviki og nú munum við taka afstöðu til þess hvort að það þurfi að skoða þennan markað," segir Páll Gunnar Pálsson. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Eigendur Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda sökuðu í gær Vífilfell og Egils um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og í dag sendi eigandi Brugghússins Gæðingur Öl samkeppniseftirlitinu erindi þar sem hann tekur undir þau orð en hann hefur frá því um mitt síðasta sumar reynt með takmörkuðum árangri að komast inn á markaðinn. „Það var einn maður til dæmis sem ég hafði munnlegt samkomulag um að hann keypti af mér dælubjór en svo þegar ég ætlaði að koma til að setja upp dælurnar þá sagði hann „Við skulum bíða með þetta. Ég er að endurnýja samning við Vífilfell og þeir eru erfiðir." Ég tel að það skipulag sem þeir tveir aðilar hafa komið á í viðskiptum sínum við bari og veitingahús geri nýjum aðilum ókleift að komast inn á þennan markað." Hann segist vita til þess að aðilarnir tveir hafi gert samninga við nokkra staði um að selja eingöngu bjórtegundir frá þeim og að þeir séu að fjárfesta í innanstokksmunum staða á borð við dælur og kæla. „Mér finnst í raun og veru óeðlilegt að birgjarnir geti fjárfest svona mikið í börunum og gert eigendur háða sér, eða skuldbundna sér." Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stærri fyrirtæki á mörkuðum þurfa að fara varlega í samningsgerð við endurseljendur. „Sem að hindra með einhverjum hætti nýrri aðila eða smærri aðila til þess að komast inn á markaðinn eða efla sig þar. Slíkir samningar geta verið brot á samkeppnislögum en það þarf að skoða þetta í hverju tilviki og nú munum við taka afstöðu til þess hvort að það þurfi að skoða þennan markað," segir Páll Gunnar Pálsson.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira