Viðskipti innlent

Lýsi orðið lifrarlaust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorskur
Þorskur mynd/ stefán.
Svo mikil eftirspurn er eftir þorskalýsi að Lýsi hf, sem framleiðir vöruna, er farin að auglýsa eftir lifur og hefur ákveðið að bjóða 70 krónur fyrir kílóið í stað þess að greiða 50 krónur eins og áður hefur verið gert. Í tilkynningu frá Lýsi segir að tekið sé á móti allri lifur úr þorski, ufsa og ýsu hvarvetna á landinu og megi blanda þessum tegundum saman.

Markaðssetning á Lýsi hefur gengið vel hvarvetna um heim á undanförnum árum og á vefsíðu Lýsis er minnt á að í apríl 2007 fékk Lýsi Útflutningsverðlaun forseta Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×