Flugfreyjur segjast ekki hafa boðað til verkfalls 22. mars 2012 13:40 Sigrún Jónsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Iceland Express um ólögmæta verkfallsboðun er svarað. „Þar sem fréttatilkynningin er full af rangfærslum og ekki kemur neitt fram um hvers vegna ólögmæti verkfalls ætti að vera fólgið sér Flugfreyjufélag Íslands sig knúið að leiðrétta nokkrar staðreyndavillur sem þarna koma fram," segir Sigrún. „Í fyrsta lagi hefur Flugfreyjufélag Íslands ekki boðað neitt verkfall á hendur Iceland Express. Því er það frumhlaup hjá Iceland Express að senda nú út fréttatilkynningu með þessari yfirskrift. Vissulega hefur flugfélagið heimild til að vísa málum vegna verkfallsboðunar til Félagsdóms, en það er að sjálfsögðu ekki hægt fyrr en verkfall hefur verið boðað." Sigrún segir að í öðru lagi liggi fyrir dómur Félagsdóms frá 1. mars 2012 í málinu nr. 1/2012 sem viðukenni að Iceland Express hafi brotið gegn forgangsréttarákvæðum kjarasamnings með því að ákveða að einungis þrír félagsmenn Flugfreyjufélagsins verði starfandi í hverju flugi Iceland Express. „Í þriðja lagi kannast Flugfreyjufélagið ekki við að Iceland Express hafi leitast við að finna lausn á málinu í framhaldi af dómi Félagsdóms „án undirtekta frá Flugfreyjufélagi Íslands"." Hún segir að hið rétta sé að þegar dómur hafi legið fyrir um kjarasamningsbrot Iceland Express hafi Samtök atvinnulífsins boðað fulltrúa Flugfreyjufélagsins á fund ásamt fulltrúum flugfélagsins og lögmönnum aðila. „Á fundinum greindu fulltrúar Flugfreyjufélagsins frá því að þeir myndu ekki gera frekari kröfur á hendur Iceland Express til að fullnægja dóminun en þær að starfandi yrðu 4 flugfreyjur/flugliðar, félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, í hverju flugi. Ekki yrði gerð athugasemd við það þó að einnig yrði við störf í hverju flugi „auka" flugfreyja/flugliði umfram lágmarksfjölda og að sá aukaeinstaklingur yrði frá hinu erlenda flugfélagi og ekki félagsmaður Flugfreyjufélagsins." Að sögn Sigrúnar höfnuðu fulltrúar Iceland Express þessu og lýstu því yfir á fundinum að þeim væri ekki unnt að virða dóminn og myndu því ekkert aðhafast. „Þegar þessi afstaða lá fyrir skrifaði lögmaður Flugfreyjufélagsins bréf til Samtaka atvinnulífsins þar sem veittur var frestur til 15. mars 2012 til að fallast á tillögur Flugfreyjufélagsins. Sá tími leið án þess að nokkuð heyrðist frá Iceland Express eða Samtökum atvinnulífsins." Sigrún segir að þá hafi Flugfreyjufélagið boðað til félagsfundar um málið. „Í framhaldi af fundinum fór fram almenn leynileg atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun, en það er sú eina leið sem félagið hefur til að fylgja eftir dómi Félagsdóms samkvæmt lögum. Verkfallsboðun var samþykkt með tilskyldum fjölda félagsmanna í starfi hjá Iceland Express. Ekki hafði enn gefist tækifæri til að tilkynna aðilum um verkfallsboðunina þegar Iceland Express var tekið til við að lýsa því yfir að verkfallsboðunin væri ólögmæt," segir hún, en tilkynning Iceland Express barst í gær. „Það er að sjálfsögðu hvorki í verkahring Iceland Express né Samtaka atvinnulífsins að komast að raun um lögmæti verkfallsboðana, heldur Félagsdóms. Þar til dómur liggur fyrir verða menn að bíða með upphrópanir um lögbrot. Enn hefur Iceland Express tækifæri til að hlýta dómi Félagsdóms frá 1. mars 2012, því verkfall er ekki fyrirhugað fyrr en undir lok næstu viku." Tengdar fréttir Iceland Express kærir boðað verkfall flugfreyja Iceland Express ætlar að kæra boðað verkfall flugfreyja hjá félaginu eftir viku, til Félagsdóms þar sem félagið telur verkfallið ólöglegt. 22. mars 2012 06:47 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Sigrún Jónsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Iceland Express um ólögmæta verkfallsboðun er svarað. „Þar sem fréttatilkynningin er full af rangfærslum og ekki kemur neitt fram um hvers vegna ólögmæti verkfalls ætti að vera fólgið sér Flugfreyjufélag Íslands sig knúið að leiðrétta nokkrar staðreyndavillur sem þarna koma fram," segir Sigrún. „Í fyrsta lagi hefur Flugfreyjufélag Íslands ekki boðað neitt verkfall á hendur Iceland Express. Því er það frumhlaup hjá Iceland Express að senda nú út fréttatilkynningu með þessari yfirskrift. Vissulega hefur flugfélagið heimild til að vísa málum vegna verkfallsboðunar til Félagsdóms, en það er að sjálfsögðu ekki hægt fyrr en verkfall hefur verið boðað." Sigrún segir að í öðru lagi liggi fyrir dómur Félagsdóms frá 1. mars 2012 í málinu nr. 1/2012 sem viðukenni að Iceland Express hafi brotið gegn forgangsréttarákvæðum kjarasamnings með því að ákveða að einungis þrír félagsmenn Flugfreyjufélagsins verði starfandi í hverju flugi Iceland Express. „Í þriðja lagi kannast Flugfreyjufélagið ekki við að Iceland Express hafi leitast við að finna lausn á málinu í framhaldi af dómi Félagsdóms „án undirtekta frá Flugfreyjufélagi Íslands"." Hún segir að hið rétta sé að þegar dómur hafi legið fyrir um kjarasamningsbrot Iceland Express hafi Samtök atvinnulífsins boðað fulltrúa Flugfreyjufélagsins á fund ásamt fulltrúum flugfélagsins og lögmönnum aðila. „Á fundinum greindu fulltrúar Flugfreyjufélagsins frá því að þeir myndu ekki gera frekari kröfur á hendur Iceland Express til að fullnægja dóminun en þær að starfandi yrðu 4 flugfreyjur/flugliðar, félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, í hverju flugi. Ekki yrði gerð athugasemd við það þó að einnig yrði við störf í hverju flugi „auka" flugfreyja/flugliði umfram lágmarksfjölda og að sá aukaeinstaklingur yrði frá hinu erlenda flugfélagi og ekki félagsmaður Flugfreyjufélagsins." Að sögn Sigrúnar höfnuðu fulltrúar Iceland Express þessu og lýstu því yfir á fundinum að þeim væri ekki unnt að virða dóminn og myndu því ekkert aðhafast. „Þegar þessi afstaða lá fyrir skrifaði lögmaður Flugfreyjufélagsins bréf til Samtaka atvinnulífsins þar sem veittur var frestur til 15. mars 2012 til að fallast á tillögur Flugfreyjufélagsins. Sá tími leið án þess að nokkuð heyrðist frá Iceland Express eða Samtökum atvinnulífsins." Sigrún segir að þá hafi Flugfreyjufélagið boðað til félagsfundar um málið. „Í framhaldi af fundinum fór fram almenn leynileg atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun, en það er sú eina leið sem félagið hefur til að fylgja eftir dómi Félagsdóms samkvæmt lögum. Verkfallsboðun var samþykkt með tilskyldum fjölda félagsmanna í starfi hjá Iceland Express. Ekki hafði enn gefist tækifæri til að tilkynna aðilum um verkfallsboðunina þegar Iceland Express var tekið til við að lýsa því yfir að verkfallsboðunin væri ólögmæt," segir hún, en tilkynning Iceland Express barst í gær. „Það er að sjálfsögðu hvorki í verkahring Iceland Express né Samtaka atvinnulífsins að komast að raun um lögmæti verkfallsboðana, heldur Félagsdóms. Þar til dómur liggur fyrir verða menn að bíða með upphrópanir um lögbrot. Enn hefur Iceland Express tækifæri til að hlýta dómi Félagsdóms frá 1. mars 2012, því verkfall er ekki fyrirhugað fyrr en undir lok næstu viku."
Tengdar fréttir Iceland Express kærir boðað verkfall flugfreyja Iceland Express ætlar að kæra boðað verkfall flugfreyja hjá félaginu eftir viku, til Félagsdóms þar sem félagið telur verkfallið ólöglegt. 22. mars 2012 06:47 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Iceland Express kærir boðað verkfall flugfreyja Iceland Express ætlar að kæra boðað verkfall flugfreyja hjá félaginu eftir viku, til Félagsdóms þar sem félagið telur verkfallið ólöglegt. 22. mars 2012 06:47