Körfubolti

Jón Arnór hafði betur gegn Hauki Helga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordic Photos / AFP
CAI Zaragoza, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, vann eins stigs sigur á Assignia Manresa, liði Hauks Helga Pálssonar, 72-71 í spænska körfuboltanum í dag.

Heimamenn leiddu í hálfleik 38-32. Mjótt var á munum undir lokin þar sem bæði lið skiptust á að heimsækja vítalínuna. Carlos Cabezas var hetja Zaragoza þegar hann keyrði inn í teig Manresa og skoraði sigurkörfu.

Gestaliðið átti lokaskotið fyrir utan þriggja stiga línuna en það geigaði og heimamenn fögnuðu sigri.

Hvorki Haukur Helgi né Jón Arnór skoruðu stig í leiknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×